Félagsmenn Spretts eru beðnir um að taka þátt í viðhorfskönnun um miðhálendi Íslands sem er hluti af meistaraverkefni í Landafræði við Háskólann á Íslandi.
Markmið er að kanna við horf almennings á Íslandi til útivistar, ferðamennsku og náttúruverndar á miðhálendinu.
Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michaël Bishop við námsbraut í land- og ferðamálafræði við Háskóla íslands. Leiðbeinendur hans í þessu verkefni eru Þorvarður Árnason, forstöðumaður rannsóknaeturs Háskóla Íslands á Hornafirði, og Rannveig Ólafsdóttir, prófessor við námsbraut í land- og ferðamálafræði, Háskóla Íslands.
Búið er að hafa samband við ríflega 260 félagsamtök vegna þessarar rannsóknar og því er hún langviðamesta rannsónkn sinnar tegundar á Íslandi. Til þess að markmið rannsóknarinnar náist er afar mikilvægt að fá svör frá stórum og breiðum hópi íslensks útivistafólks. Það væri því mjög mikils virði fyrir rannsóknina ef félagsmenn Spretts myndu taka þátt í henni.
Hér er hlekkur á könnunina:
https://haskoliislands.qualtrics.com/jfe/form/SV_a2IZHPNI3eHOWrjHægt verður að svara könnuninni til og með 15. maí n.k.
Gerð verður grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar í meistararitgerð Michaels sem verður í opnum aðgangi á Skemmunni en auk þess verður rannsóknin kynnt á ráðstefnum og með skrifum í blöð og tímarit.