Mikil gleði á Kvennatölti Spretts og Mercedes-Benz
Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz fór fram í Samskipahöllinni sl. laugardag. Keppt var í fjórum styrkleikaflokkum og voru skráningar um 180 talsins, sem skiptist nokkuð jafnt á milli flokka. Mikil gleði ríkti að venju og sjá mátti bæði konur sem voru að stíga sín fyrstu skref í keppni, sem og þrautreyndar keppniskonur, sýna gæðinga sína í spennandi keppni. Mótið var veglega styrkt af Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz, og umgjörðin öll hin glæsilegasta, sem og verðlaunin. Að auki fengu allir keppendur glaðning að lokinni þátttöku og bryddað var upp á þeirri nýbreytni að mynda keppendur að lokinni keppni og má sjá þær myndir, ásamt myndum úr keppninni, inni á Facebooksíðu hestamannafélagsins Spretts.
Keppnin var hörkuspennandi í öllum flokkum, en Lena Zielinski gerði gott mót og var með bæði 1. og 3. hross eftir forkeppni í 1. flokki, sem hún vann svo í úrslitunum á Líney frá Þjóðólfshaga 1.
Heildarúrslit úr forkeppni mótsins má sjá inni FB viðburðasíðu Kvennatöltsins, en hér að neðan fylgja niðurstöður úr A og B úrslitum í öllum flokkum.

Mótanefnd vill að lokum þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem að mótinu komu, keppendum fyrir stundvísi og keppnisgleði og styrktaraðilum öllum sitt framlag.
A-úrslit 1.flokkur T31 Lena Zielinski & Líney frá Þjóðólfshaga 1 7.00
2 Hrefna María Ómarsdóttir & Íkon frá Hákoti 6.61
3 Vilborg Smáradóttir & Dreyri frá Hjaltastöðum 6.60
4 Eyrún Ýr Pálsdóttir & Roði frá Syðri-Hofdölum 6.50
5 Kristín Lárusdóttir & Aðgát frá Víðivöllum fremri 6.44
6 Edda Rún Guðmundsdóttir & Spyrna frá Strandarhöfði 6.33
7 Lára Jóhannsdóttir & Gormur frá Herríðarhóli 6.22
B-úrslit 1. flokkur8 Vilborg Smáradóttir& Dreyri frá Hjaltastöðum 6.33
9 Brynja Viðarsdóttir & Barónessa frá Ekru 6.28
10 Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir & Sara frá Lækjarbrekku II 6.22
11 Anna S. Valdemarsdóttir & Fjöður frá Geirshlíð 5.33
Glæsilegasta parið í 1. flokki: Lára Jóhannsdóttir & Gormur frá Herríðarhóli
A-úrslit 2.flokkur T31 Larissa Silja Werner & Stúfur frá Kjarri 6.39
2-3 Eygló Arna Guðnadóttir & Aldís frá Strandarhjáleigu 6.22
2-3 Rúna Tómasdóttir & Sleipnir frá Árnanesi 6.22
4-5 Þórdís Inga Pálsdóttir & Njörður frá Flugumýri II 6.17
4-5 Birta Ólafsdóttir & Hemra frá Flagveltu 6.17
6 Jessica Dahlgren & Glæta frá Hellu 6.11
7 Hrafndís Katla Elíasdóttir & Stingur frá Koltursey 5.83
B-úrslit 2. flokkur7-8 Eygló Arna Guðnadóttir & Aldís frá Strandarhjáleigu 6.00
7-8 Jessica Dahlgren & Glæta frá Hellu 6.00
9 Kathrine Vittrup Andersen & Augsýn frá Lundum II 5.94
10-11 Kristín Ingólfsdóttir & Garpur frá Miðhúsum 5.67
10-11 Auður Stefánsdóttir & Gletta frá Hólateigi 5.67
12 Klara Penalver Davíðsdóttir & Sváfnir frá Miðsitju 5.61
Glæsilegasta parið í 2. flokki: Eygló Arna Guðnadóttir & Aldís frá Strandarhjáleigu
A-úrslit 3.flokkur T31 Ólöf Ósk Magnúsdóttir & Natalía frá Nýjabæ 5.72
2 Sylvía Sól Magnúsdóttir & Sperrileggur frá Íbishóli 5.39
3 Hólmfríður Halldórsdóttir & Nemi frá Grafarkoti 5.33
4 Guðrún Pálína Jónsdóttir & Stígandi frá Efra-Núpi 5.28
5 Matthildur R. Kristjánsdóttir & Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti 5.36
6 Oddný M. Jónsdóttir & Snúður frá Svignaskarði 4.83
B-úrslit 3. flokkur7 Hólmfríður Halldórsdóttir & Nemi frá Grafarkoti 5.33
8 Sophie Murer & Eyvar frá Álfhólum 5.28
9 Gréta Vilborg Guðmundsdóttir & Þota 5.22
10 Emilia Andersson & Fálki frá Hólaborg 4.94
11 Harpa Kristjánsdóttir & Sóley frá Heiði 4.72
Glæsilegasta parið í 3. flokki: Sylvía Sól Magnúsdóttir & Sperrileggur frá Íbishóli
A-úrslit 4.flokkur T7
1 Sigrún Einarsdóttir & Karmur frá Kanastöðum 6.00
2 Anna Linda Gunnarsdóttir & Haukur frá Tungu 5.88
3 Bryndís Guðmundsdóttir & Villimey frá Selfossi 5.50
4 - 6. Dagmar Evelyn Gunnarsdóttir & Heppni frá Kjarri 5.42
4 - 6. Guðrún María Guðmundsdóttir & Friður frá Búlandi 5.42
4 - 6. Kolbrún Björnsdóttir & Lyfting frá Djúpadal 5.42
7 Halldóra Björk Magnúsdóttir & Valíant frá Tjaldhólum 5.25
B-úrslit 4.flokkur
6 -7 Kolbrún Björnsdóttir & Lyfting frá Djúpadal 5.50
6 -7 Bryndís Guðmundsdóttir & Villimey frá Selfossi 5.50
8. Þórdís Grétarsdóttir & Fjóla frá Brú 5.33
9. Birna Kristín Hilmarsdóttir & Vænting frá Eyjarhólum 4.92
10. Ingibjörg Ingadóttir & Goði frá Laugabóli 4.58
Glæsilegasta parið í 4. flokki: Dagmar Evelyn Gunnarsdóttir & Heppni frá Kjarri