Kæru Sprettarar.
Að þessu sinni ætlum við að breyta útaf vananum og hreinsa svæðið okkar helgina 14. – 15. apríl og á umhverfisdaginn 17. apríl. Gámar verða til staðar alla helgina við Markarveg / kerrustæðið og á Andvarasvæðinu.
Á umhverfisdaginn sjálfann 17. apríl verður bætt við gám fyrir rúlluplast á
kerrusvæðinu frá kl. 17.00 – 19.00.
Ruslapokar, áhöld vera til staðar við Samskipahöllina á umhverfisdaginn
Lögð er áhersla á að taka til utandyra, kringum húsin okkar og í umhverfinu en ekki inni í húsunum.
Hefjumst handa á umhverfisdaginn 17. apríl klukkan 17:00 en um klukkan 19:00 verður pítsa og gos í boði upp í félagsheimili fyrir duglega Sprettara.
Sprettarar hjálpumst að og tökum höndum saman við að gera glæsilegt hverfi enn glæsilegra.
Umhverfisnefndin