Þá er dagurinn runnin upp, sólin farin að skína og allir komnir í páskafíling. Það fer allt að verða tilbúið fyrir dymbilvikusýninguna í kvöld sem hefst kl 20 í Samskipahöllinni. Vegleg dagskrá í boði og opnar húsið kl 18.00,
Með veglegu hlaðborði og einnig verður Happy hour á milli 18:00-20:00
Aðgangseyrir 1.500 kr. Fyrir 12 ára og eldri.
Ræktunarhross skipa stærstan sess á sýningunni líkt og verið hefur, en boðið verður upp á sýningar ræktunarbúa, úrvals hryssur og stóðhesta, ræktunarkeppni hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu, íþróttamaður Spretts verður heiðraður, ungir Sprettarar koma fram. Töltgrúppan mætir með nýtt spennandi atriði.
Erfitt er að festa tíma fyrir svona sýningar en hér er dagskrá kvöldsins ásamt tímasetningu í von um að allt ganga smurt fyrir sig.
Dagskrá Dymbilvikusýningar 2018
Ungir Reiðmenn úr Spretti
Kynbótahross frá Hestamannafélaginu Mána
Kynbóta hross frá Hestamannafélaginu Herði
Kynbóta hross frá Hestamannafélaginu Spretti
Kynbóta hross frá Hestamannafélaginu Sörla
Kynbóta hross frá Hestamannafélaginu Fáki
Verðlaunaafhending ræktunarhópa hestam
Systur á Bræðrum
Töltgrúppan
Hlé
Íþróttarmaður og Íþrottakona Spretts 2017
Krakkarnir Okkar
Bræðurnir frá Stokkhólma
Ræktunarbú Efri-Þverá
Skemmtilegasta liðið - Snaps/Kapp
Hans og Gréta
Klárhryssur
Feðginin frá Pulu
Sigurvegarar Áhugamannadeildar
Framtíðin
Kaffistofu spjall og barinn opinn til 24:00