Annað vetrarmótið í vetrarmótaröð Zo-On og Spretts fór fram í Samskipahöllinni sl. sunnudag. Líkt og á fyrsta mótinu var þátttakan góð, sérstaklega var margmennt í flokkunum Karlar II og Konur II, sem og Konur I, svo ekki sé minnst á alla flottu pollana sem glöddu gesti. Mótið var enda skemmtilegt og spennandi í öllum flokkum.
Verðlaunin voru vegleg að vanda, en auk verðlaunapeninga fengu þrír efstu í hverjum flokki gjafabréf frá Zo-On. Mótið er hluti af þriggja móta röð þar sem keppendur safna stigum og verða stigahæstu knapar í hverjum flokki verðlaunaðir sérstaklega á lokamótinu sem fram fer 8. apríl nk.
Brynja Viðarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í opna flokknum líkt og á fyrsta mótinu, en nú á öðru hrossi, og Elín Rós Hauksdóttir sigraði einnig annað mótið í röð í flokknum Konur II á Seið frá Feti, sem og Guðný Dís Jónsdóttir í barnaflokki – meira vanir, nú á öðru hrossi. Sigfús Gunnarsson í heldri manna flokknum er líka með fullt hús stiga eftir tvö mót. Gaman var að sjá hversu margir kepptu á hrossum úr eigin ræktun og ljóst að Sprettarar eru lunknir ræktunarmenn. En úrslit voru eftirfarandi:
Pollar – teymdir – viðurkenningu fyrir þátttöku hlutu:
Anton Logi Ágústsson á Glanna frá Fornusöndum
Halldóra Líndal Magnúsdóttir á Hriflu frá Hafsteinsstöðum
Victor Líndal Magnússon á Hörpu frá Blönduósi
Helena Perla Hansen á Tign frá Naustum
Rúrik Daði Rúnarsson á Baldri frá Söðulsholti
Eyvör Sveinbjörnsdóttir á Tóni frá Torfunesi
Patrekur Magnús Halldórss á Konsúl frá Melaleiti
Katla Sif Ketilsdóttir á Kolbeini frá Hárlaugsstöðum II
Katrín Lea Hlynsdóttir á Stiklu
Freyja Marín Hlynsdóttir á Kyndli frá Bjarnanesi
Styrmir Freyr Snorrason á Pálma frá Skrúð
Pollar sem riðu sjálfir – viðurkenningu fyrir þátttöku hlutu:
Kári Sveinbjörnsson á Öskju frá Efri-Hömrum
Sigurður Reinhold Ketilsson á Kolbeini frá Hárlaugsstöðum II
Íris Thelma Halldórsdóttir á Konsúl frá Melaleiti
Páll Emanuel Hansen á Amadeus frá Bjarnarhöfn
Ágúst Ýmir Sigurðsson á Kyndli frá Bjarnanesi
Aþena Sól Ágústsdóttir á Kráki frá Skjálg
Tinna Dröfn Hauksdóttir á Huginn frá Höfða
Iðunn Fjóla Sigurðardóttir á Nös
Börn – minna vön:
1. Inga Fanney Hauksdóttir á Fjöður frá Laugabakka
2. Vilhjálmur Árni Sigurðsson á Ás
3. Arnþór Hugi Snorrason á Pálma frá Skrúð
4. Matthildur Lóa Baldursdóttir á Svölu frá Gafli
5. Steinunn Björgvinsdóttir á Amor frá Sléttubóli
Börn – meira vön:
1. Guðný Dís Jónsdóttir á Þrumu frá Hofsstöðum, Garðabæ
2. Þórdís Agla Jóhannsdóttir á Geisla frá Keldulandi
3. Þorbjörg Sveinbjörnsdóttir á Áróru frá Seljabrekku
4. Sunna Rún Birkisdóttir á Glufu frá Grafarkoti
5. Aðalbjörg Emma Maack á Stjörnu frá Runnum
Unglingar:
1. Hulda María Sveinbjörnsdóttir á Gjafari frá Hæl
2. Sigurður Baldur Ríkharðsson á Erni frá Tröð
3. Guðrún Maryam á Koley frá Hárlaugsstöðum II
4. Þórunn Björgvinsdóttir á Dísu frá Drumboddsstöðum
5. Kristófer Darri Sigurðsson á Vorboða frá Kópavogi
Ungmenni:
1. Bríet Guðmundsdóttir á Gígju frá Reykjum
2. Valdís Björk Guðmundsdóttir á Kringlu frá Jarðbrú
3. Kristín Hermannsdóttir á Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti
4. Særós Ásta Birgisdóttir á Gusti frá Neðri-Svertingsstöðum
5. Hildur Berglind Jóhannsdóttir á Hvin frá Varmalandi
Konur II:
1. Elín Rós Hauksdóttir á Seiði frá Feti
2. Birna Sif Sigurðardóttir á Hrannari frá Hárlaugsstöðum II
3. Hulda Katrín Eiríksdóttir á Glanna frá Fornusöndum
4. Nadia Katrín Banine á Glaumi frá Hrísdal
5. Jónína Björk Vilhjálmsdóttir á Braga frá Efri-Þverá
Karlar II:
1. Lárus Finnbogason á Vökli frá Hólabrekku
2. Finnbogi Geirsson á Safír frá Fornusöndum
3. Björn Magnússon á Kosti frá Kollaleiru
4. Sigurður Tyrfingsson á Viðju frá Fellskoti
5. Björgvin Þórisson á Tvisti frá Hólabaki
Heldri menn og konur (60+):
1. Sigfús Gunnarsson á Sveip frá Miðhópi
2. Hannes Hjartarson á Herdísi frá Haga
3. Guðjón Tómasson á Hrafnvar frá Hamrahóli
4. Sigurður EL. Guðmundsson á Flygli frá Bjarnanesi
Konur I:
1. Þórunn Hannesdóttir á Þjóð frá Þingholti
2. Kristín Ingólfsdóttir á Garpi frá Miðhúsum
3. Guðrún M. Valsteinsdóttir á Blíðu frá Keldulandi
4. Arnhildur Halldórsdóttir á Ópal frá Lækjarbakka
5. Petra Björk Mogensen á Dimmu frá Grindavík
Karlar I:
1. Guðmundur Skúlason á Vaðlari frá Svignaskarði
2. Snæbjörn Sigurðsson á Elísu frá Efstadal
3. Gunnar Sturluson á Hróki frá Flugumýri
4. Sveinbjörn Sveinbjörnsson á Sölva frá Barkarstöðum
5. Hermann Arason á Glettu frá Hólateigi
Opinn flokkur:
1. Brynja Viðarsdóttir á Barónessu frá Ekru
2. Arnar Heimir Lárusson á Karítas frá Seljabrekku
3. Jón Ólafur Guðmundsson á Straumi frá Hofsstöðum í Garðabæ
4. Viggó Sigursteinsson á Tý frá Hafsteinsstöðum
5. Lárus Sindri Lárusson á Brag frá Steinnesi
Mynd:
Brynja Viðarsdóttir sigraði opna flokkinn öðru sinni í vetur, í þetta skiptið á Barónessu frá Ekru.