Að gefnu tilefni vil ég benda ykkur á nokkur atriði varðandi umferð ríðandi fólks á svæðinu okkar:
1. Notið reiðleiðirnar á svæðinu, en töluvert hefur borið á því að reiðmenn séu ríðandi á bílvegum, slóðum á milli hesthúsa og öðrum svæðum sem ekki eru reiðvegir. Þetta skapar mikla slysahættu og hefur oft legið við stórslysum á mönnum og hrossum. Það er ekki alltaf best að fara stystu leið, t.d. að reiðhöllinni, fylgjum reiðleiðum og munum að betri er krókur en kelda. Á kortinu sem fylgir hér með sjást merktar reiðleiðir og vil ég hvetja ykkur til þess að nota þær,svo sem kostur er.
2. Í myrkrinu sést illa til reiðmanna og getur þetta verið mjög varasamt, einkum þegar farið er yfir bílvegi. Ég vil hvetja ykkur til þess að nota endurskinnsmerki, en þau er hægt að festa á hross og knapa. Ég hef fengið þó nokkuð af ábendingum um að oft hafi legið við slysum vegna þess að ekki hefur sést til reiðmanna í myrkrinu.
3. Á kortinu sjást núverandi reiðleiðir og fyrirhugaðar reiðleiðir. Reiðleiðir sem merktar eru rauðar eru reiðleiðir sem notaðar eru í dag, en verða ekki hluti að reiðvegum á svæðinu. Við munum nota rauðmerktu reiðleiðina á milli hverfanna, þar til uppbygging á nýja svæðinu hefst með nýjum reiðstígum. Rauðlitaða reiðleiðin sem er samsíða Markarveginum, er ekki og á ekki að vera reiðstígur. Ég vil hvetja ykkur til þess að minka notkun hans, en nota í hans stað merkta reiðveginn sem liggur á milli íbúðablokkanna og kerrustæðanna. Mikil hætta stafar af notkum reiðleiðarinnar sem er samsíða Markarveginum vegna bílaumferðar úr og í hesthúsagöturnar.
Förum gætilega og sýnum tillitssemi í umferðinni hvort sem við erum á hesti eða í bíl.
Kveðja
Framkvæmdastjóri