Nú er flugeldatíðin að byrja og viljum því biðja alla hestamenn að fara varlega á meðan þessu tímabili stendur. Hross og önnur dýr verða oft vör við sig en önnur ofsahrædd við hvellina og blossana sem koma í kjölfar sprenginganna. Það hafa iðulega orðið óhöpp vegna flugelda utan hefðbundis tíma og hestar fælst undan hljóðunum með slæmum afleiðingum.
Almennar ráðleggingar"Hestum sem komnir eru á gjöf í hesthúsum skal gefið vel, hafa ljós kveikt og útvarp í gangi. Eigendur ættu einnig að vitja þeirra á þessum tíma. Útigangshrossum á að gefa vel og halda á kunnuglegum slóðum, þar sem þau fara sér síður að voða ef hræðsla grípur þau. Hundum og köttum ber að halda innandyra og gefa þeim tækifæri að leita sér skjóls þar sem hávaðinn og ljósagangurinn er minnstur."
Notkun róandi lyfja"Í stöku tilvikum getur reynst nauðsynlegt að gefa dýrum róandi lyf, en það skal þó aldrei gert nema í samráði við dýralækni. Ekki hafa öll róandi lyf slævandi áhrif á skynfæri þannig að þrátt fyrir að dýrin virðist slaka á geta þau upplifað óttann en ekki tjáð hann vegna lyfjanna. Aukaverkanir geta fylgt notkun róandi lyfja og aldrei má skilja dýr eftir ein hafi þeim verið gefin róandi lyf".
Á heimasíðu
MAST eru góðar ráðleggingar til fólks varðandi dýrahald og flugelda sem allir ættu að kynna sér.