Árshátíð Spretts fór fram með pompi og prakt þann 18. nóvember og var hún glæsileg í alla staði. Á árshátíðinni voru veitt verðlaun fyrir íþróttakarl og íþróttakonu Spretts árið 2017. Íþróttakarl ársins var valinn
Ævar Örn Guðjónsson og íþróttakona ársins var valin
Brynja Viðarsdóttir og eru þau vel að þessum verðlaunum komin og óskum við þeim innilega til hamingju.
Aðalfundur félagsins fór fram fimmtudaginn 16. nóvember en þar voru, meðal annarra fundarstarfa, veittar viðurkenningar í yngri flokkum félagsins og eru þær eftirfarandi:
Íþóttaknapar Spretts í barnaflokki voru þau
Sigurður Baldur Ríkharðsson og
Guðný Dís Jónsdóttir.
Í unglingaflokki voru þau
Herdís Lilja og
Kristófer Darri Sigurðsson valin íþróttaknapar ársins og í ungmennaflokki var
Anna Bryndís Zingsheim valin íþróttaknapi ársins.
Æskulýðsnefndin veitti einnig „Hvatningarverðlaunin“ í ár og eru þau veitt áhugasömum knöpum sem stunda hestamennskuna af krafti og eru dugleg að taka þátt í viðburðum á vegum félagsins. Hér má sjá þá knapa sem hlutu þessi verðlaun í ár og skemmtilegar umsagnir sem æskulýðsnefndin lét fylgja við veitingu verðlaunanna:
Herdís Björg Jóhannsdóttir 11 áraHerdís er áhugasamur og flottur knapi sem stundar hestamennskuna af kappi en hún býr í Holta- og Landssveit fyrir austan fjall á tamningastöðinni Pulu þar sem hún er dugleg að aðstoða foreldra sína, þjálfa hesta og fara í rekstrar og hestaferðir á vorin og sumrin. Hún nýtir hvert tækifæri til að koma í bæinn og taka þátt í viðburðum og keppnum á vegum Spretts. Við þekkjum Herdísi á vel kemdum og snyrtilegum gráum hesti hennar honum Aroni frá Eystri-Hól.
Dilja Sjöfn Aronsdóttir 13 áraDiljá þekkjum við á brúnu hryssunni Kristínu frá Firði en hún var aðeins 5 vetra þegar Diljá byrjaði að þjálfa hana og hafa þær vaxið saman og eru flott par. Þær stöllur þjálfa í öllum veðrum og sjást oft skottast um hverfið þó svo það sé snjóbilur úti. Diljá er dugleg og áhugasöm að stunda hestamennskuna og tekur virkan þátt á reiðnámskeiðum, æskan og hesturinn ásamt fleiri sýningum, vetrarleikum og öðrum keppnum.
Gunnar Rafnarsson 16 áraGunnar þekkjum við á steingráa hestinum sínum honum Kletti frá Hallfríðarstaðakoti. Gunnar er mjög áhugasamur og stundar hestamennskuna af kappi. Hann er duglegur að ríða út og sést oft á ferðinni á fallega Kletti sínum um hverfið. Gunnar tekur virkan þátt í starfi Spretts hvort sem það er að keppa, fara á námskeið, rita á mótum eða jafnvel vinna í sjoppunni. Síðasta sumar vann Gunnar í reiðskólanum hjá Beggu og Elíasi í Mosó þar sem meðal annars er unnið með fötluð börn.
Júlía Guðbjörg Gunnarsdóttir 14 áraJúlía sést oft svífa um hverfið á móálóttu hryssunni sinni Garúnu frá Gröf og stundum á Matta sínum líka. Júlía er mjög áhugasöm og stundar hestamennskuna af kappi. Hún ver öllum sínum frítíma í hesthúsinu og þegar hún var yngri vildi hún helst gista í hesthúsinu í fríum. Júlía hefur verið dugleg að sækja námskeið, fara í hestaferðir taka þátt í æskan og hestinum og fleiri sýningum, keppa, rita mót og er virk í félagsstarfinu. Hún er um þessar mundir á frumtamninganámskeiði hjá Robba Pet.