Ágætu Sprettar!
Nú er framundan önnur vinnuhelgi í Húsasmiðjuhöllinni á Hattarvöllum. Mikið hefur áunnist frá síðustu viku, en um 20 sjálfboðaliðar á öllum aldri mættu síðasta laugardag. Við náðum að hreinsa út allt trévirkið í kringum völlinn sem átti að fara út, en einnig var allt yfirborðsefni í gólfinuhreinsað út.
Í vikunni hefur verið unnið við að þrífa höllina, en til þess var fengin öflugur vatnsbíll. Nú er unnið að því setja niður rotþróna og tengja vatnið inn í höllina.
Við ætlum að byrja kl. 9,00 á laugardagsmorgun (í fyrramálið) og verður þá hafist handa við uppsetningu á nýju trévirki í kringum völlinn og önnur tilfallandi verkefni sem eru fjölmörg.
Við viljum hvetja alla sem vettlingi geta valdið til þess að mæta, en ef mögulegt er væri gott að hafa borvélar/skrúfuvélar og önnur verkfæri sem gætu nýst við verkefnið. Sem fyrr er mikilvægt að taka
með sér gleðina og góða skapið, sem og vinnufatnað við hæfi.
Fagmenn munu leiða verkefni helgarinnar, þannig að þetta verði unnið með réttum hætti, en það er afar mikilvægt að fá sem flesta sjálfboðaliða í verkefnin.
Við ætlum sem fyrr að hafa gaman af þessu, það var líf og fjör s.l. laugardag, allir höfðu gaman af að leggja hönd á plóginn og pizzur runnu ljúflega niður í lokin. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá unga fólkið sem mætti og vann af miklum krafti, öflugir Sprettarar þar á ferð.
Freymarsfélagið.