Heimsmeistaramót íslenska hestsins hefst í Hollandi í næstu viku og sendir Ísland fullskipað lið til keppni í íþróttagreinum og þátttöku í kynbótasýningum. Hestamannafélagið Sprettur á tvo fulltrúa í landsliðinu, þau Önnu Bryndísi Zingsheim og Ævar Örn Guðjónsson.
Anna Bryndís keppir í tölti og fjórgangi ungmenna á Náttrúnu Vom Forstwald og Ævar Örn keppir í skeiðgreinum á Vöku frá Sjávarborg.
Hestamannafélagið Sprettur sendir þessum flottu félagsmönnum sínum og liðsfélögum þeirra bestu kveðjur um gott gengi og hvetur þá hestamenn sem ekki eru á leið á mótið til að fylgjast með keppninni á eftirfarandi slóð en þar má kaupa streymi frá mótinu:
https://www.oz.com/worldcup-icelandic-horses-2017/home