Gæðingamót Spretts fer fram dagana 3.- 4. júní 2017.
Skráning fer fram á Sportfeng.
Skráning hefst miðvikudaginn 24.maí og lýkur miðvikudaginn 31. maí á miðnætti.
Skráningargjald í gæðingakeppnina er kr 4.000 en fyrir börn og unginga kr 2.000.
Skráningargjald fyrir skeiðgreinar og stökk kappreiðar er kr 3.000.
Athugið: Skráning fer ekki í gegn fyrr en skráningargjald hefur verið greitt! Þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokk verða að tilkynna það með því að senda póst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Boðir verður upp á eftirfarandi flokka:
A-flokk gæðinga
A-flokk gæðinga áhugamenn
B-flokk gæðinga
B- flokk gæðinga áhugamenn
C- flokk gæðinga (fyrir minna vana) (skráð undir Annað)
Ungmenni
Unglingar
Börn
Tölt T1
Skeið 100m, 150m, 250m
Pollar teymdir og pollar ríðandi ef veður leyfir.
Unghrossakeppni
Á gæðingamótinu verður boðið upp á sérstakan flokk fyrir vana polla. Pollum er ekki sætaraðað en allir frá þátttökuverðlaun. Vönum pollum er ekki heimilt að mæta á stóðhestum.
Pollar þurfa ekki að skrá sig í gegnum Sportfeng heldur á staðnum.
Glæsileg verðlaun verða í öllum greinum og að auki verður gæðingur mótsins valinn sem og knapi mótsins.
Áhugamenn í A og B flokki ríða með reyndari knöpum en áhugamenn ríða svo sérstök úrslit sunnudaginn 5. júní og þurfa þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokk að tilkynna það með því að senda póst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.(knapi + hestur + keppnisflokkur)
Svanstyttan er veitt til heiðurs Svani Halldórssyni, stofnfélaga Gusts og síðar Spretts. Svanur hefur ávallt lagt mikið upp úr því að vera prúðbúinn, snyrtilegur og á vel hirtum hesti.
Svansstyttan er veitt Sprettsfélaga sem klæðist félagsbúningi Spretts á mótum og þykir ávallt vera til fyrirmyndar hvað varðar prúðmannlega reiðmennsku, klæðaburð og hirðingu hests, utan vallar sem innan
Vinsamlega veitið því athygli að í gæðingakeppni þarf hesturinn að vera í eigu Sprettsfélaga. Keppendur eru beðnir að skoða vel reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni.
Töltkeppni og skeið er opið öllum.
Ekki er hægt að skrá í unghrossakeppina í gegnum sportfeng heldur verður skráð í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., síðasta lagi fimmtudag 1. júní.
Boðið verður upp á 4v og 5v unghrossakeppni. .
Skráningagjald 2.000 og verður greitt á staðnum.
ATHUGIÐ: Ekki verður hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur.
Allar nánari upplýsingar um keppnisgreinar má finna á vef LHwww.lhhestar.is undir Lög og reglur.