Lokamót Blue Lagoon mótaraðarinnar fór fram sl. sunnudag í Samskipahöllinni, en þá var keppt í tölti. Mótið var lokahnykkur á þriggja móta röð fyrir unga knapa
sem fór fram í fyrsta sinn í vetur. Þátttaka í mótunum var góð og umgjörðin vegleg og skemmtileg, en fjöldi styrktaraðila kom að málum, auk Bláa lónsins sem var aðalstyrkaraðili mótaraðarinnar.
HealthCo styrkti fjórganginn, Heimahagi styrkti fimmganginn og Nýmót styrkti töltið. Þá lögðu SIGN og Byko sitt til gerðar verðlauna og Equsana, Cintamani og Icehest gáfu aukaverðlaun.
Öllum styrktaraðilum eru færðar kærar þakkir. Mótin einkenndust af leikgleði og flottum sýningum, en unga fólkið fór á kostum á vellinum, var auk þess stundvíst og vel undirbúið.
Hér má sjá niðurstöður lokamótsins, sem var Nýmóta-töltið, en keppnin þar var stórglæsileg. Þá má sjá nöfn þeirra knapa sem urðu stigahæstir yfir alla mótaröðina, en tvö bestu mótin töldu í barnaflokki, en öll þrjú í unglingum og ungmennum.
Á þessu lokamóti var svo bætt við flokki fyrir minna vön börn og þar var frábær þátttaka sem sýnir að mikilvægt er að skapa vettvang fyrir alla og nýta líka léttari keppnisgreinar sem til eru.
Framkvæmdanefnd vill að lokum þakka dómurum, öllu starfsfólki sem lagði sitt af mörkum í sjálfboðavinnu, keppendum fyrir drengilega keppni og Kvennadeild Spretts fyrir veitingasöluna.
Úrslit - Nýmóta töltið:Eftirtaldir pollar tóku þátt:Arnar Ingi Valdimarsson og Katla frá Hólshúsum
Ragnar Snær Viðarsson og Síða frá Kvíarhóli
Vigdís Rán Jónsdóttir og Baugur frá Holtsmúla 1
Elva Rún Jónsdóttir og Kraka frá Hofsstöðum, Garðabæ
Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir og Fjalar frá Kalastaðakoti
Hulda Ingadóttir og Dýna frá Litlu-Hildisey
Glæsilegasta parið í pollaflokki: Elva Rún Jónsdóttir og Kraka frá Hofsstöðum í Garðabæ
Börn - minna keppnisvön T7:1 Aníta Eik Kjartansdóttir / Lóðar frá Tóftum 6,00
2 Helena Rán Gunnarsdóttir / Kornelíus frá Kirkjubæ 5,75
3-4 Eygló Eyja Bjarnadóttir / Róði frá Torfastöðum 5,58
3-4 Diljá Sjöfn Aronsdóttir / Kristín frá Firði 5,58
5 Kristín Karlsdóttir / Einar-Sveinn frá Framnesi 5,17
6 Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir / Rán frá Hofsstöðum, Garðabæ 4,75
Börn - T3:1 Guðný Dís Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi 6,72
2 Haukur Ingi Hauksson / Mirra frá Laugarbökkum 6,33
3-5 Heiður Karlsdóttir / Ómur frá Brimilsvöllum 6,17
3-5 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Auðdís frá Traðarlandi 6,17
3-5 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Gjafar frá Hæl 6,17
6 Glódís Líf Gunnarsdóttir / Magni frá Spágilsstöðum 3,56
Unglingar - T3:1 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Héla frá Grímsstöðum 6,44
2 Benedikt Ólafsson / Biskup frá Ólafshaga 6,11
3 Annabella R Sigurðardóttir / Glettingur frá Holtsmúla 1 6,06
4 Birna Filippía Steinarsdóttir / Kolskeggur frá Laugabóli 5,17
5 Ásdís Agla Brynjólfsdóttir / Brún frá Arnarstaðakoti 5,00
6 Gunnar Rafnarsson / Klettur frá Hallfríðarstaðakoti 4,78
Ungmenni – T3:1 Rúna Tómasdóttir / Sleipnir frá Árnanesi 6,61
2 Kristín Hermannsdóttir / Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti 6,33
3 Valdís Björk Guðmundsdóttir / Vaðlar frá Svignaskarði 6,17
4 Særós Ásta Birgisdóttir / Gustur frá Neðri-Svertingsstöðum 5,28
5 Hildur Berglind Jóhannsdóttir / Finnur frá Ytri-Hofdölum 5,11
6 Aníta Rós Róbertsdóttir / Tvistur frá Nýjabæ 4,06
Stigahæstu knapar mótaraðarinnar:Barnaflokkur: Glódís Líf Gunnarsdóttir
Unglingaflokkur: Ylfa Guðrún Svavarsdóttir
Ungmennaflokkur: Valdís Björk Guðmundsdóttir