Umhverfisnefnd fór um svæðið okkar á Kjóavöllum og tók út umgengni o.fl. Það kom okkur verulega á óvart hvað umgengni er góð og er yfirhöfuð til fyrirmyndar fyrir utan nokkra aðila sem þurfa að taka sig á!
Við í Spretti höfum verið að gera átak í fegrun umhverfis Kjóavalla og stefnum að því að gera enn betur!
Við byrjuðum á gróðursetningarátaki í haust og vorum að alveg fram í miðjan desember, talsvert magn af grenitrjám voru gróðursett, myspli og reynitré. Áætlað er að hafa gróðursetningar dag þegar nær dregur vori og klára það sem byrjað var á. Við ætlum svo að fara í annað gróður átak haustið 2017.
Við höfum þrýst á sveitarfélögin Kópavog og Garðabæ að gera betur í umhverfismálum á Kjóavöllum, sérstaklega umhverfi næst íbúðabyggð t.d gatnagerð innan hverfa, gróðursetningar o.fl.
Ýmsar hugmyndir hafa komið upp t.d að gróðursetja aspir sem yrðu gróðursettar frá hringtorginu við Vífilsstaðaveg og niður Markaveg, beggja vegna og eins mætti gera svipaða innkomu inn í Andvarahverfið og Heimsenda. Ein hugmynd er að félagar í Spretti taki að sér sinn trjálund, gróðursetji og hlúi að honum. Önnur hugmynd kom upp að eigendur húsa við Andvaravelli útbúi lítil fallega uppsett og skipulögð beitarhólf norðan megin við akveg, gróðursett yrði trjábelti meðfram þessum hólfum sem snýr út að Vífilstaðavegi. Eigendur gerðu þetta á sinn kostnað og fengu sérafnotarétt af þessu hólfum, eða þangað til að ný hús verða hugsanlega byggð á staðnum.
Þetta mætti gera víða og hefði fordæmisgildi fyrir aðra á Spretts svæðinu til að fegra, bæta ásýnd og nýtast mönnum í leiðinni!
Við viljum hvetja hesthúsaeigendur til að hlúa að umhverfi húsa sinna t.d með gróðri o.fl eins um um íbúðarhúsnæði væri að ræða.
Það er mikill áhugi og metnaður hjá okkur í Spretti að byggja upp fallegt og skjólgott svæði og með samtakamætti félagsmanna í Spretti, sveitarfélaganna Garðabæ og Kópavogs og annarra viljum við gera Kjóavellina að flottasta og eftrsóknasta hestamannasvæði á landinu!
Umhverfis og hreinsunardagur er þann
18. apríl n.k kl 17.00 – 19.00. Vonandi sjáum við sem flesta.
Gleðilega páska!
Umhverfisnefnd