Annað mótið í Blue Lagoon mótaröðinni í Spretti, Heimahaga fimmgangurinn, fór fram sl. sunnudag. Þar var keppt í fimmgangi í barna- unglinga- og ungmennaflokkum. Yfirleitt er ekki boðið upp á keppni í fimmgangi barna, en knaparnir sem þar tóku þátt stóðu sig prýðilega og höfðu gaman af því að spreyta sig á fimmta gírnum.
Verðlaunin voru að venju vegleg, auk skemmtilegra verðlaunagripa sem gerðir eru úr hrauni við Bláa lónið fengu verðlaunahafar glaðninga frá Cintamani, Equsana og Icehest vefverslun.
Lokamót mótaraðarinnar verður svo haldið í Samskipahöllinni þann 30. apríl og þá verður keppt í töltgreinum í polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Upplýsingar um það mót verða kynntar þegar nær dregur.
En hér að neðan má sjá úrslitin úr fimmgangsmótinu:
Barnaflokkur:
1 Glódís Líf Gunnarsdóttir / Gyðja frá Læk 5,60
2 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Sölvi frá Tjarnarlandi 5,52
3 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Heimur frá Hvítárholti 5,43
4 Guðný Dís Jónsdóttir / Seifur frá Flugmýri 2 5,40
5 Þorleifur Einar Leifsson / Hekla frá Hólkoti 5,38
6 Signý Sól Snorradóttir / Flosi frá Melabergi 4,40
Unglingaflokkur:
1 Thelma Dögg Tómasdóttir / Sirkus frá Torfunesi 6,33
2 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Erla frá Austurási 6,07
3 Katla Sif Snorradóttir / Týr frá Miklagarði 5,95
4 Annabella Sigurðardóttir / Styrkur frá Skagaströnd 5,79
5 Kristófer Darri Sigurðsson / Vorboði frá Kópavogi 5,57
6 Arnar Máni Sigurjónsson / Platína frá Miðási 5,40
Ungmennaflokkur:
1 Máni Hilmarsson / Prestur frá Borganesi 6,29
2 Súsanna Katarína Guðmundsdóttir / Óðinn frá Hvítárholti 6,05
3 Viktor Aron Adolfsson / Glanni frá Hvammi III 5,88
4 Ayla Green / Strokkur frá Syðri-Gegnishólum 5,83
5 Katrín Eva Grétarsdóttir / Gyllir frá Skúfslæk 5,74
6 Valdís Björk Guðmundsdóttir / Fía frá Efsta-Seli 5,24
Þökkum styrktaraðilum sitt framlag og knöpum fyrir skemmtilegar sýningar. Sjáumst á næsta móti!