Fyrsta mótið í Blue Lagoon mótaröðinni fór fram í Samskipahöllinni sl. sunnudag. Keppt var í þrígangi polla og fjórgangi barna-, unglinga- og ungmenna í boði HealthCo. Fjöldi ungra knapa spreytti sig og sjá mátti frábær tilþrif og mikla leikgleði. Verðlaunin voru vegleg, auk glæsilegra farand- og eignargripa sem gerðir eru m.a. úr grjóti úr hrauninu í kringum Bláa lónið og Sign hannaði og útbjó með stuðningi frá HealthCo og Byko, þá voru líka verðlaun frá Cintamani, Equsana, Icehest reiðtygjum og Nóa-Síríus.
Keppnin var jöfn og spennandi og hér að neðan má sjá úrslit úr öllum flokkum.
Pollar – eftirtaldir pollar tóku þátt:Arnar Ingi Valdimarsson og Katla frá Hólshúsum
Hulda Ingadóttir og Elliði frá Hrísdal
Matthildur Lóa Baldursdóttir og Svala frá Gafli
Elva Rún Jónsdóttir og Glufa frá Grafarkoti
Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir og Fjalar frá Kalastaðakoti
Ragnar Snær Viðarsson og Síða frá Kvíarhóli
Vigdís Rán Jónsdóttir og Baugur frá Holtsmúla 1
Pollar fengu einkunn eftir hverja gangtegund til upplýsingar og svo hlutu allir viðurkenningu og glaðning fyrir þátttökuna.
Glæsilegasta parið í pollaflokki: Elva Rún Jónsdóttir og Glufa frá Grafarkoti.
Barnaflokkur:1. Signý Sól Snorradóttir og Dimmir frá Strandarhöfði 6.63
2. Glódís Líf Gunnarsdóttir og Magni frá Spágilsstöðum 6.53
3. Guðný Dís Jónsdóttir og Fleygur frá Garðakoti 6.20
4. Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Gjafar frá Hæl 6.17
5. Sigurður Baldur Ríkharðsson og Ás frá Traðarlandi 5.90
6. Aníta Eik Kjartansdóttir og Lóðar frá Tóftum 5.87
Unglingaflokkur:1. Katla Sif Snorradóttir og Gustur frá Stykkishólmi 6.87
2. Ylfa Guðrún Svavarsdóttir og Glanni frá Hofi 6.83
3. Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir og Skálmöld frá Eystra-Fróðholti 6.43
4. Jóhanna Guðmundsdóttir og Leynir frá Fosshólum 6.27
5. Hafþór Hreiðar Birgisson og Nóta frá Syðri-Úlfsstöðum 5.77
6. Herdís Lilja Björnsdóttir og Bylur frá Hrauni 5.73
7. Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga 5.67
Ungmennaflokkur:1. Aþena Eir Jónsdóttir og Prins frá Skúfslæk 6.40
2. Kristín Hermannsdóttir og Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti 6.27
3. Valdís Björk Guðmundsdóttir og Freisting frá Hafnarfirði 6.17
4. Ingibjörg Petrea Ágústsdóttir og Fluga frá Flugumýrarhvammi 6.10
5. Birta Ingadóttir og Október frá Oddhóli 6.03
6. Súsanna Katarína Guðmundsdóttir og Krumma frá Skör 5.93
Næsta mót fer fram sunnudaginn 19. mars. Þar verður boðið upp á keppni í fimmgangi barna-, unglinga- og ungmenna. Nánari upplýsingar um skráningu o.fl. verða birtar þegar nær dregur.
Sjá má myndir af þrí- og fjórgangsmótinu inni á Facebook síðu Hestamannafélagsins Spretts.
Styrktaraðilum er þakkaður stuðningurinn – sjáumst í Samskipahöllinni 19. mars!