Nú er Heimsmeistaramótinu í Berlín lokið og var það glæsilegt mót í miðri stórborg. Fjöldinn allur af Spretturum mætti á svæðið til að horfa á hesta og gera sér glaðan dag. Ísland sendi sterka sveit út í keppnina en það sem vekur kannski eftirtekt okkar Sprettara er að það voru 3 hestar úr landsliðinu í eigu Sprettara. Þessir hestar eru: Kraftur frá Efri-Þverá, Skuggi frá Hofi og Týr frá Þverá. Landsliðið stóð sig með mikilli prýði og vann meðal annars liðsbikarinn eftirsótta, 5 gull og einnig aðra málma. Sprettshestarnir voru okkur Spretturum til mikils sóma, góð reiðmennska og fágaðar sýningar. Hæst ber að nefna árangur Skugga frá Hofi sem lenti í 2 sæti í fimmgangi og 3 sæti í samanlögðum fimmgangsgreinum.
Viljum við óska Spretturunum; Sigurði Halldórssyni, Frímanni Ólafssyni og Krístínu Njálsdóttur sem og öllum öðrum eigendum til hamingju með hesta sína á mótinu.
Hér að neðan eru myndir af Spretts hestunum á mótinu; fyrstur er Kraftur frá Efri-Þverá og Eyjólfur Þorsteinsson, Skuggi frá Hofi og Sigursteinn Sumarliðason og Týr frá Þverá og Karen Líndal.