Skráningarfrestur á Blue Lagoon mótaröð framlengdur til miðnættis
Þar sem einhverjir lentu í vandræðum með skráningu í gegnum Sportfeng í gær er skráningarfrestur á fyrsta mót Blue Lagoon mótaraðarinnar framlengdur til miðnættis í kvöld fimmtudag.
Mótið er OPIÐ og verður haldið sunnudaginn 26. febrúar nk. og er í boði HealthCo, en keppt verður í fjórgangi og þrígangi polla. Eftirfarandi flokkar eru í boði:
Pollaflokkur fyrir polla sem ríða sjálfir (6-9 ára)
Barnaflokkur (10-13 ára)
Unglingaflokkur (14-17 ára)
Ungmennaflokkur (18-21 árs)
Í hverjum flokki er hámarksfjöldi skráninga 30 og hverjum knapa er einungis heimilt að skrá einn hest til keppni.
Riðið verður hefðbundið fjórgangsprógramm V2 í barna-, unglinga- og ungmennaflokki.
Pollaflokkur sýnir þrígangsprógramm: Tölt, brokk og fet.
Skráning fer fram í gengum Sportfeng og eru skráningargjöld eftirfarandi:
2000 kr. fyrir barna- unglinga- og ungmennflokk
1000 kr. fyrir pollaflokk
Skráningin er opin til miðnættis miðvikudaginn 22. febrúar! Mikilvægt er að senda kvittun fyrir greiðslu á netfangið
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Vegleg verðlaun í öllum flokkum, allir pollar fá viðurkenningu, auk þess sem glæsilegasta parið er valið í pollaflokki.
Vonumst til að sjá sem flesta í Samskipahöllinni á sunnudaginn með leikgleðina í farteskinu! Allir velkomnir!
Dagskrá og ráslistar munu birtast á netinu á morgun föstudag.