Metamót Spretts fer fram 30.ágúst til 1.september. Mótið hefur verið eitt af vinsælustu mótunum undanfarin ár og lokahnykkurinn á keppnistímabilinu. Að venju verður mótið með frjálslegu sniði þar sem keppt er í A- og B- flokki á beinni braut, kappreiðum og tölti. Nú verður í fyrsta sinni keppt á nýjum og stórglæsilegum keppnissvæði Hestamannafélagsins Spretts á Kjóavöllum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
A-flokkur opinn flokkur
B-flokkur opinn flokkur
Tölt T3 opinn flokkur
Forstjóratölt
100m fljúgandi ljósaskeið
150m skeið
250m skeið
Rökkurbrokk (100m brokkkappreiðar)
A-flokkur áhugamanna
B- flokkur áhugamanna
Lágmarksaldur í keppni á mótinu er 18 ár (miðað er við ungmennaflokk).
Rökkurbrokkið er ný grein sem kynnt var til leiks á mótinu í fyrra. Að þessu sinni verða peningaverðlaun fyrir þrjá bestu tímana í brokkinu og verður skráningargjald einungis 2000 kr í þá grein!
Skráning á mótið hefst næstkomandi mánudag á
sportfeng og stendur yfir til mánudagsins 26.ágúst til kl 23:59.
Meðfylgjandi mynd er af Eyjólfi Þorsteinssyni og Klerki frá Bjarnanesi, tekin á Metamótinu 2012. Mynd er fengin að láni frá Eiðfaxa.is.