Framkvæmdir ganga vel á svæði Spretts á Kjóavöllum. Reiðhöllin verður annað stærsta límtréshús á landinu. Búið er að reisa mest allt límtrévirki í reiðhöllinni eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Í síðustu viku var botnplata í austur álmu steypt og einnig hefur botnplatan í suðurálmunni sem er forrými og félagsaðstaða verið steypt. Þar með er lokið við að leggja allar grunnlagnir í höllina, þar með talið gólfhitalagnir og steypt allt sem steypa á.
Í næstu viku munu fyrstu einingarnar koma á staðinn og hafist verður handa við að klæða húsið að utan. Verkið er einni viku á eftir gildandi verkáætlun.
Loftorka er byrjuð á áframhaldandi framkvæmdum við reiðveginn umhverfis keppnisleikvanginn á Kjóavöllum. Metamót Spretts verður fyrsta stóra mótið sem fer fram á nýja svæðinu í Spretti.
Frekari upplýsingar um
Metamót Spretts. Hægt er að sjá fleiri myndir af uppbyggingunni í
myndaalbúminu.