Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst í Berlín í gær. Fjöldinn allur af Íslendingum leggur leið sína til Berlínar til að vera viðstaddir mótið. Íslenska landsliðið ásamt hestum sínum komu til Berlínar í síðustu viku og hafa þau verið að æfa á móttsvæðinu undanfarna daga. Gaman er að segja frá því að þrír af hestum landsliðsins eru í eigu Sprettara, en það eru þeir Kraftur frá Efri-Þverá í eigu Sigurðar Halldórssonar, Skuggi frá Hofi í eigu Frímanns Ólafssonar og Týr frá Þverá sem er í eigu Krístínar Njálsdóttur.
Óskar Sprettur hestum félagsmanna sem og öðrum hestum góðs gengis á mótinu í Berlín.