Hestamennska II, IV og VI verður í boði fyrir börn og unglinga hjá hestamannafélaginu Spretti í vetur. Námskeiðin hefjast 23.jan. Kennt verður 1x í viku í Samskipahöllinni. Í boði verða tímar á mánudögum kl. 18-19 og 19-20 og á miðvikudögum kl.17-18 og 18-19. Kennarar eru sem fyrr Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Anna Gylfadóttir.
Hestamennska II er hugsuð fyrir byrjendur og þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku. Nemendur þurfa þó að hafa eitthvað farið á hestbak og riðið út.
Hestamennska IV er hugsuð fyrir þau sem hafa áður farið á námskeið og eru orðin nokkuð vön.
Hestamennska VI er hugsuð fyrir þau sem hafa lokið öðrum Hestamennsku námskeiðum og eru mjög vön.
Námskeiðin verða auglýst nánar síðar.