Aðventukvöld Brokkórsins verður haldið í Seljakirkju þriðjudaginn 13. desember næstkomandi og hefst dagskrá klukkan 20.00.
Brokkórinn er kór hestafólks á höfuðborgarsvæðinu sem syngur undir stjórn hins þjóðþekkta Magnúsar Kjartanssonar. Léttleikinn er leiðarljós í kórstarfinu, aðventukvöldið er það engin undantekning. Lagavalið er bæði veraldlegt og andlegt, hefðbundin jólalög og íslensk sönglög í bland.
Eftir sönginn býður kórinn upp á vöfflur með rjóma og heitt súkkulaði, eitthvað sem engan ætti að vanta á aðventunni.
Látið ekki þessa notalegu kvöldstund framhjá ykkur fara. Aðgangseyrir er 2000 krónur en frítt fyrir 12 ára og yngri. Enginn posi á staðnum.