Súpa, spjall og samvera Sprettskvenna verður í annað sinn þriðjudagskvöldið, 6/12 í Samskipahöllinni.
Húsið opnar klukkan kl. 18.00 með súpu, brauði, kaffi og eftirréttum fyrir aðeins kr.1.000,-. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði.
Kynnt verður ný íslensk heklbók eftir hestakonuna og ofurheklarann Tinnu Þórudóttur Þorvaldar. Bókin er innblásin af dvöl höfundar á Kúbu og ber því titilinn Havana heklbók. Það má með sanni segja að Tinna toppi sjálfa sig í þessari nýju bók. Havana heklbók er stútfull af litadýrð og gleði, töff fyrirsætum, einstökum ljósmyndum og að sjálfsögðu frábærum hekluppskriftum.
Tinna verður á staðnum með heklið úr bókinni og er því um að gera að mæta og hitta höfundinn ásamt því að handfjatla fallegt hekl, skoða og kaupa bókina sem fæst með góðum afslætti.
Þið sem eru að vinna handavinnu endilega takið hana með, ef ekki þá bara mæta og spjalla. Ekki lakara að taka með sér skemmtilegar vinkonur.