Fréttir
Íþróttafólk Spretts 2016
Nú í kvöld fór aðalfundur Spretts fram, þar var íþróttafólk Spretts heiðrað.Sprettarar áttu meðal annars 11 félagsmenn í úrslitum á Landsmóti, sem er frábær árangur.
Í Barnaflokki hlutu Haukur Ingi Hauksson og Hulda María Sveinbjörnsdóttir verðlaun fyrir bestan árangur í sínum flokki.
Í Barnaflokki hlaut Guðný Dís Jónsdóttir Hvattningarverðlaun Spretts, þessi verðlaun eru veitt þeim efnilegasta og áhugasamasta einstaklingnum í þessum flokki.
Í Unglingaflokki hlutu systkinin Særós Ásta og Hafþór Hreiðar Birgisbörn verðlaunin fyrir bestan árangur í sínum flokki.
Í Unglingaflokki hlaut Hildur Berglind Jóhannsdóttir Hvattningaverðlaun Spretts,þessi verðlaun eru veitt þeim efnilegasta og áhugasamasta einstaklingnum í þessum flokki.
Í Ungmennaflokki hlaut Anna Bryndís Zingsheim verðlaun fyrir bestan árangur í sínum flokki.
Íþróttakona Spretts var kjörnin Bylgja GausksdóttirÍþróttamaður Spretts var kjörinn Daníel Jónsson.
Hér er meðfylgjandi myndband með brotum frá Landsmóti 2016 á Hólum í Hjaltadal.
https://vimeo.com/192041853Til hamingju öll með frábæran árangur.