Aðalfundur Hestamannafélagsins Spretts 2016 verður haldinn fimmtudaginn 17.nóvember kl. 20.00 í veislusal reiðhallar Spretts.
Dagskrá fundarins verður í samræmi við ákvæði 10. gr. laga félagsins. Á aðalfundinum munum við heiðra íþróttafólk Spretts.
Skv. lögum félagsins skal fara fram kosning til stjórnar, kosið er um þrjú stjórnarsæti, en úr úr stjórn eiga að ganga Hermann Vilmundarson, Ragna Emilsdóttir og Sigurður Tyrfingsson, en þau gefa öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Stjórn Spretts hefur ákveðið að leggja fram eftirfarandi tillögu til breytinga á lögum félagsins.
20.gr.
Lögum félagsins verður ekki breytt, nema á aðalfundi, þar sem mættur er minnst 10% hluti lögmætra félagsmanna, og 2/3 hlutar greiddra atkvæða samþykkja breytinguna. Mæti of fáir, skal boða til framhaldsfundar og öðlast þá tillögur til lagabreytinga gildi ef 2/3 hlutar fundarmanna samþykkja þær, án tillits til fundarsóknar. Lagabreytingar, sem félagar kunna að vilja bera fram, skulu berast stjórninni fyrir lok janúar ár hvert og skulu þær liggja frammi á skrifstofu félagsins og skal geta þeirra í fundarboði.Tillaga að breytingu:
Lögum félagsins verður ekki breytt, nema á aðalfundi, þar sem mættur er minnst 10% hluti lögmætra félagsmanna, og 2/3 hlutar greiddra atkvæða samþykkja breytinguna. Mæti of fáir, skal boða til framhaldsfundar og öðlast þá tillögur til lagabreytinga gildi ef 2/3 hlutar fundarmanna samþykkja þær, án tillits til fundarsóknar. Lagabreytingar, sem félagar kunna að vilja bera fram, skulu berast stjórninni fyrir lok september ár hvert og skulu þær liggja frammi á skrifstofu félagsins og skal geta þeirra í fundarboði.Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Stjórn Hestamannafélagsins Spretts.