Nýtt námskeið fyrir íþróttafólk á aldrinum 15-22 ára. Er stress eða kvíði að hindra þig í að ná árangri? Ert þú upptekin/n af því að gera ekki mistök? Gengur yfirleitt betur á æfingum en í keppni?
Sjálfstraust og árangur í íþróttum er námskeið í hugarþjálfun fyrir íþróttafólk á aldrinum 15-22 ára. Námskeiðið hentar iðkendum allra íþróttagreina. Ýmsar hindranir geta verið í vegi íþróttafólks, til dæmis stress, kvíði og erfiðleikar með einbeitingu. Markmið námskeiðsins er að hver þátttakandi átti sig á sínum hindrunum og læri aðferðir til að yfirstíga þær. Lögð verður áhersla á aðferðir úr hagnýtri íþrótta- og frammistöðusálfræði og klínískri sálfræði en námskeiðið hentar iðkendum allra íþróttagreina.
Hefst mánudaginn 24.október og lýkur 14.nóvember. Námskeiðið skiptist í fjóra hluta og verður kennt fjóra mánudaga í röð. Frá kl. 15:00-16:30. Námskeiðið fer fram í húsnæði Lífs og sálar á Höfðabakka 9 í Reykjavík. Verð: 29.000 kr.
Skráning fer í gegnum netfangið
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 511-5508. Eins má hafa samband til að afla nánari upplýsinga um námskeiðið.
Helgi Héðinsson og Reynar Kári Bjarnason sálfræðingar kenna námskeiðið.Helgi hefur kennt ungu íþróttafólki hugarþjálfun undanfarin ár, bæði einstaklingslega og í hópum með þeirra félagsliði. Hann hefur meðal annars unnið með HK mfl.kvenna í handbolta, KR mfl.kvenna í fótbolta, Listskautadeild Skautafélags Reykjavíkur og Fimleikafélagi Akureyrar.
Reynar Kári er klínískur sálfræðingur. Hann hefur unnið mikið með ungu fólki, við það að ná markmiðum sínum og takast á við kvíða. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeið um sálfélagslega áhættuþætti.