Í dag lauk Íslandsmóti yngri flokka (barna, unglinga og ungmennaflokkar) sem haldið var af hestamannafélaginu Skugga í Borgarnesi.Sprettarar létu sig ekki vanta á mótið og stóð unga kynslóðin sig vel.Sprettur átti fulltrúa í flestum úrslitum og þrír Íslandsmeistartitlar komu í hús í Spretti.
Í fjórgangi í barnaflokki komust í B-úrslit, Þorleifur Einar Leifsson og Faxa frá Hólkoti og Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Gjafar frá Hæl, Hulda og Gjafar sigruðu B-úrslitin og unnu sér þar með þátttökurétt í A-úrslitum þar sem þau enduðu í 2.sæti.
Í tölti í barnaflokki komst í B-úrslit Guðný Dís Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi, þau sigruðu B-úrslitin og og unnu sér þar með þátttökurétt í A-úrslitum þar sem þau riðu sig uppí 3.ja sætið. Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Gjafar fráHæl komust beint í A-úrslit og urðu þau í 2.sæti.
Í tölti í unglingaflokki komust Kristófer Darri Sigurðsson og Lilja frá Ytra-Skörðugili í A-úrslit og enduðu þau í 3.ja sæti
Í fjórgangi í unglingaflokki komust Hafþór Hreiðar Birgisson og Villimey frá Hafnarfiði í A-úrslit og enduðu þau í 3.ja sæti.
Í fimmgangi unglinga komust Kristófer Darri Sigurðsson og Vorboði frá Kópavogi í B-úrslit og enduðu þeir í 7.sæti. Í A-úrslit komust Hafþór Hreiðar Birgisson og Eskill frá Lindarbæ, þeir enduðu í 1.sæti og hömpuðu þar með Íslandsmeistaratitli.
Í slaktaumatölti í unglingaflokki komust Kristófer Darri Sigurðsson og Gnýr frá Árgerði og Særós Ásta Birgisdóttir og Gustur frá Neðri-Svertingsstöðum í B-úrslit, Særós og Gustur urðu í 8.sæti og Kristófer og Gnýr unnu B-úrslitin og unnu þér þar með rétt í A-úrslit þar sem þeir enduðu í 3-4.sæti. Einnig komst Haukur Ingi Hauksson í A-úrslit í slaktaumtölinu og varð hann í 5.sæti (Haukur er í barnaflokki)
Í gæðingaskeiði í unglingaflokki urðu Kristófer Darri Sigurðsson og Vorboði frá Kópavogi í 5.sæti.
Kristófer Darri varð samanlagður Íslandsmeistari í unglingaflokki með hrossin Lilju frá Ytra-Skörðugili, Vorboða frá Kópavogi, Gný frá Árgerði og Ísey frá Víðihlíð.
Í fjórgangi í ungmennaflokki komust Nína María Hauksdóttir og Sproti frá Ytri-Skógum og Anna Bryndís Zingsheim og Dagur frá Hjarðartúni í A-úrslit, Nína og Sproti enduðu í 6.sæti og Anna Bryndís og Dagur urðu í 3.ja sæti
Í tölti í ungmennaflokki komst Anna Bryndís Zingsheim og Dagur frá Hjarðartúni í A-úrslit. Þau sigruðu og urðu þar með Íslandsmeistarar í tölti.
Anna Bryndís hlaut einnig Fjaðrarverlaun FT.
Um FT-fjöðrina
“Reiðmennska þess sem FT fjöðrina hlýtur skal einkennast af léttleika, lipurð og samspili þar sem saman fer einstök útgeislun og jafnvægi. Knapi og hestur ljóma af heilbrigði, llífskrafti og gleði.”
Sprettur óskar öllum Spretturum sem tóku þátt á þessu móti innilega til hamingju með árangur sinn.