Fréttir
A-úrslit á Landsmóti 2016
Nú er frábæru Landsmóti að Hólum í Hjaltadal lokið. Sprettarar stóðu sig frábærlega og koma hlaðnir verðlaunagripum heim.
Á föstudagskvöldið 1.júlí fóru fram A-úrslit í Tölti og endaði fulltrúi Spretts, Bylgja Gauksdóttir og Straumur frá Feti í 6.sæti með 8.00 í einkunn en þau komu uppúr B-úrslitum kvöldið áður.
Í gær laugardag 2.júlí fóru fram A-úrslit í öllum flokkum. Fyrstu úrslit hófust kl 10:00 og voru það unglingarnir sem riðu á vaðið, þar átti Spettur sinn fulltrúa, Hafþór Hreiðar Birgisson á Villimey frá Hafnarfiði. Hafþór og Villimey stóðu sig frábærlega og sigruðu Unglingaflokkinn með 8,82 í einkunn.
Í ungmennaflokki átti Sprettur einn fulltrúa og endaði hún Anna Bryndís Zingsheim og Dagur frá Hjarðartúni í 4.æti með 8,64, frábær árangur hjá þeim.
Í barnaflokki átti Spettur einn fulltrúa en það er hún Guðný Dís Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi, þau enduðu í 4-5.sæti með 8,72. Guðný er á sínu fyrsta ári í barnaflokki og eiga þau greinilega framtíðina fyrir sér saman.
Í B-flokki átti Sprettur tvo fulltrúa þá Ævar Örn og Vökul frá Efri-brú en þeir unnu B-úrslitin og svo Jakob S. Sigurðsson og Nökkva frá Syðra-Skörðugili.Ævar og Vökull enduðu í 7.sæti með 8,76 og Jakob og Nökkvi sigruðu B-flokkinn með 9,21.
Í A-flokki átti Sprettur tvo fulltrúa það var sami knapinn sem kom þeim báðum í úrslit, Daníel Jónsson með Þór frá Votumýri og Arion frá Eystra-Fróðholti. Í úrsltunum reið Atli Guðmundsson Þór og enduðu þeir í 8. sæti með 8,65. Daníel og Arion urðu í 2.sæti með 9,04.
Við óskum öllum keppendum Spretts innilega til hamingju með frábæran árangur.