Fréttir
Milliriðlar Ungmennaflokks og A-flokks og forkeppni í Tölti lokið
Milliriðlar Ungmennaflokks fóru fram í dag og komust tvær Sprettsstúlkur áfram í A og B úrslit það eru þær Nína María Hauksdóttir og Sproti frá Ytri-Skógum sem tryggðu sér sæti í B-úrslitum og Anna Bryndís Zingsheim og Dagur frá Hjarðartúni sem tryggðu sér sæti í A-úrslitum.Í A-flokki gæðinga komust tveir fulltrúar Spretts í A-úrslit og er það sami knapi sem reið þeim báðum, Daníel Jónsson, hestarnir eru Arion frá Eystra-Fróðholti og Þór frá Votumýri.Forkeppni í Tölti fór fram í kvöld og áttu Sprettarar sína fulltrúa þar sem stóðu sig vel, Bylgja Gauksdóttir og Straumur frá Feti, Ævar Örn og Vökull frá Efri-Brú og Jóhann Kr Ragnarsson og Kvika frá Leirubakka voru fulltrúar Spretts.Á morgun fimmtudag fara fram milliriðlar í Unglingaflokki, B-úrslit í Barna og Ungmennaflokki og B-úrslit í Tölti.Enn og aftur óskar Sprettur fulltrúum sínum til hamingju með frábæran árangur og jafnframt óskar hann þeim sem munu keppa á morgun, fimmtudag góðs gengis