Fréttir
Forkeppni í Unglingaflokki, milliriðlar B-flokks og Barnaflokks lokið
Sprettarar halda ótrauðir áfram. Forkeppni í Unglingaflokki og milliriðill í B-flokki voru í gær, 28.júní. Sprettarar létu rigningu ekki á sig fá og stóðu sig frábærlega. Þrír Sprettarar komust áfram í milliriðli í Unglingaflokki, það eru þau Hafþór Hreiðar og Villimey, Kristófer Darri og Lilja og Herdís Lilja og Bylur. Til hamingju öll, milliriðil verður á morgun, fimmtudag hjá þessum unglingum. Milliriðill B-flokks var seinnipartinn í gær, 28.júní og komust tveir Sprettarar áfram í úrslit, í B-úrslit komust Ævar Örn og Vökull Efri Brú og beint í A-úrslit komust Jakob S Sigurðsson og Nökkvi Syðra-Skörðugili.
Milliriðill í Barnaflokki var nú í dag 29.júní fyrir hádegi, þar átti Sprettur fjóra fulltrúa og komust þau öll áfram í A og B úrslit, frábær árangur hjá þeim öllum.
Í B-úrslit komust Þorleifur Einar og Hekla, Haukur Ingi og Lóa og Hulda María og Gjafar í A-úrslit komust Guðný Dís og Roði.Nú kl 13:00 hefst milliriðill Ungmennaflokks og seinna í dag verður milliriðill A-flokks, í báðum þessum flokkum á Sprettur frábæra fulltrúa.Sprettur óskar öllum þessum frábæru fulltrúum innilega til hamingju og góðs gengis í úrslitunum.