Fréttir
Forkeppni í B-Flokki, Barna og ungmenna flokkum lokið.
Í dag 27.júní fór fram forkeppni í B-Flokki, Barna og ungmennaflokki. Sprettarar stóðu sig með glæsibrag og eru 3 hross frá Spretti komin í milliriðlil í B-Flokki það eru þau Nökkvi Syðra-Skörðugili, Vökull frá Efri-Brú og Eydís frá Eystri-Hól, knapar á þessum hrossum eru þeir Jakob S Sigurðson og Ævar Örn Guðjónsson.
Ungir Sprettarar stóðu sig með stakri prýði og komust 4 börn áfram í milliriðil, Guðný Dís og Roði frá Margrétarhofi, Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Gjafar frá Hæl, Haukur Ingi Hauksson og Lóa frá Hrafnkelsstöðum og svo Þorleifur Einar Leifsson og Hekla frá Hólkoti eru fulltrúar Spretts.
Í Ungmennaflokki komust 3 keppendur áfram í milliriðil og voru það þær Anna Bryndís Zingsheim og Dagur frá Hjarðartúni, Nína María Hauksdóttir og Sproti frá Ytri-Skógum og svo Kristín Hermannsdóttir og Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti sem komust áfram í milliriðil.
Sprettur óskar fulltrúum sínum innilega til hamingju með frábæran árangur.
Á morgun þriðjudag 28.júní fer fram forkeppni í A-flokki gæðinga og svo unglingaflokki. Sprettur óskar fulltrúum sínum góðs gengis.