Í dag þriðjudaginn 17. maí ætla umhverfis- og reiðveganefndir Spretts að standa fyrir reiðvega-rakstri frá kl. 18-20 og er mæting við Samskipahöllina. Við hvetjum félagsmenn til að leggja sitt af mörkum við að raka burtu grófu grjóti sem komið er upp úr reiðstígunum eftir veturinn. Eftir því sem fleiri mæta, því lengri kafla getum við hreinsað. Margar hendur vinna létt verk. Við sköffum garðhrífur en ekki væri verra að þeir sem eiga slík verkfæri taki þau með sér, þar sem von er á góðri þátttöku.
Umhverfis- og reiðveganefndir Spretts.