Undanfarin ár hafa Kvennadeildir Fáks, Sörla, og Spretts verið í góðu sambandi og boðið heim til skiptis. Í ár áttum við Spretts konur heimboð til Fákskvenna og Sörlakvenna.
Þann 29. apríl síðast liðinn var lagt af stað frá Sprettshöllinni okkar rétt fyrir kl. 19 í blíðskaparveðri og ferðinni heitið í Fák.
Eins og á undaförnum árum hefur Kvennadeild Spretts boðið upp á Baileys áður en lagt er af stað í heimsóknir og var Gréta Boða farastjóri. Mikil stemming myndast og konurnar mæta hressar á áfangastað þar sem tekið var höfðinglega á móti okkur. Frábær matur og mikið sungið og hlegið. Við þökkum Fákskonum fyrir afar skemmtilegt kvöld.
Þann 4. maí síðast liðinn var haldið til Sörlakvenna. Yfir fjórða tug kvenna mætti og erum við afar ánægðar með þátttökuna. Lagt var að stað frá Sprettshöllinni um 19 leytið og mikið fjör var í hópnum og bæði konur og hestar fóru alla leið með fjólubláa þemað. Gréta Boða var fararstjóri í frábæru veðri. Nokkrar myndir frá ferðinni fyljga með.