Hestadagar verða haldnir um land allt dagana 30. apríl og 1. maí næstkomandi. Landssamband hestamannafélaga stendur að viðburðunum í góðu samstarfi við Íslandsstofu. Á laugardaginn verður safnast saman í skrúðreið í miðbæ Reykjavíkur. Skrúðreiðin verður með svipuðu sniði og síðustu ár en hún hefur vakið gríðarlega jákvæða eftirtekt í miðborginni. Nú í ár mun kór taka lagið á Austurvelli þar sem skrúðreiðin stoppar um stund.
Við hvetjum alla hestamenn til að mæta með sinn hest og taka þátt í gleðinni.
12:00 – Mæting við BSÍ. Hestar og knapar stilla sér upp – forreið fremst – félög í stafrófsröð – tveir fánaberar frá hverju félagi í félagsbúningi. Aðrir í lopapeysum. Snyrtimennska í fyrrúmi hjá hestum og mönnum.
12:30 – Riðið af stað upp Njarðargötu að Hallgrímskirkju.
13:00 – Uppstilling fyrir framan Hallgrímskirkju, opnun.
13:15 – Skólavörðurstígur – Bankastræti – Austurstræti – Pósthússtræti
13:40 – Vonarstræti (stoppað við Austurvöll) – Kór á Austurvelli
14:00 – Tjarnargata – Hljómskálagarður – BSÍ
Endilega merkja allar myndir sem teknar eru og tengjast viðburðunum með myllumerkinu #horsesoficeland.
Dómnefnd velur í lokin bestu myndina sem sýnir hesta, knapa og fallega náttúru og mun þessi mynd vinna vikupassa á Landsmótið í sumar.