Firmakeppni hestamannafélagsins Spretts fór fram fimmtudaginn, 21. apríl, í Samskipahöllinni og á Samskipavellinum í Kópavogi. Þátttaka var frábær og leikgleðin í fyrirrúmi á björtum, en þó nokkuð svölum fyrsta sumardegi. Dagskráin hófst á hópreið félagsmanna um hverfið og síðan fjölmennum pollaflokki inni í reiðhöll. Að honum loknum var farið niður á völl og þar keppt í frjálslegri og skemmtilegri keppni þar sem sýnt var hægt til milliferðartölt og svo yfirferðargangur að eigin vali, tölt, brokk eða skeið. Keppt var um veglega farandbikara og boðið upp á keppni í flokkum við allra hæfi. Keppnin var jöfn og spennandi enda Sprettarar vel ríðandi og athygli vakti að fimm efstu sætin í opna flokknum skipuðu eingöngu áhugamenn.
Firmanefnd Spretts vill þakka öllum sem tóku þátt sem og styrktaraðilum er lögðu lið. Hér á eftir fara úrslit í öllum flokkum og eru fyrirtækin sem viðkomandi knapar kepptu fyrir talin upp við hvern knapa.
Pollar – teymdir:
Gullveig Katrín og Moli frá Stóra-Múla Bílastjarnan ehf.
Eva Sif Gísladóttir og Heikir frá Keldudal KJP ehf.
Halldóra Líndal og Krummi Opin kerfi
Baltasar Breki Magnússon og Korgur Glitur ehf.
Þorkell Natan Símonarson og Blær Kænan/Fákar og fjör
Sigurður Reinhold Ketilsson og Gleði frá Unalæk Jarbrún ehf.
Elva Rut Vilhjálmsdóttir og Rák frá Lynghóli Kolur verktakar
Kristín Rut Jónsdóttir og Eldur frá Bjálmholti Bifreiðaverkstæði Jónasar
Íris Thelma Halldórsdóttir og Leistur frá Hamrahóli Ökukennsla Sigurðar Þorsteinssonar
Styrmir Freyr Snorrason og Funi frá Enni Jón Söðli
Vera Ísafold Þórisdóttir og Tígulgosi frá Tjarnarlæk Bílrúðumeistarinn
Guðmundur Orri Sveinbjörnsson og Bylur frá Einhamri Rafvélaverkstæði Jens og Róberts
Pollar – riðu sjálfir:
Andri Hrannar Elvarsson og Herta frá Skarði Bílamálun Pálmars
Baldvin Dagur Vigfússon og Stubbur frá Arnarstöðum Hagsýsla ehf.
Elva Rún Jónsdóttir og Seifur frá Flugumýri Bjarkar ehf.
Arnþór Hugi Snorrason og Funi frá Enni GB tjónaviðgerðir
Inga Fanney Hauksdóttir og Huginn frá Höfða S4S ehf.
Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Svalur frá Hlemmiskeiði Sólberg og co ehf.
Hulda Ingadóttir og Röðull frá Miðhjáleigu BAK Höfn ehf.
Börn:
1. Guðný Dís Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi Holtabrún hrossarækt
2. Haukur Ingi Hauksson og Töfri frá Þúfu Upp-sláttur ehf.
3. Sigurður Baldur Ríkharðsson og Auðdís frá Traðarlandi Arion banki
4. Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Gjafar frá Hæl Snókur verktakar
5. Baldur Logi og Össur frá Valstrýtu Málning hf.
6. Þorleifur Einar Leifsson og Katla frá Hólkoti Hrísdalshestar sf
Unglingar:
1. Kristófer Darri Sigurðsson og Lilja frá Ytra-Skörðugili Schenker AB
2. Bríet Guðmundsdóttir og Hreyfing frá Ytri-Hóli Hagblikk ehf
3. Guðrún Maryam og Gleði frá Unalæk Þétting ehf
4. Herdís Björnsdóttir og Fönix frá Kirkjubæ Lögmannsstofa SS
5. Rakel Hlynsdóttir og Gnótt frá Skipanesi Bretti réttingarverkstæði
Ungmenni:
1. Kristín Hermannsdóttir og Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti Þrep ehf endurskoðun
2. Anna Þöll Haraldsdóttir og Gola frá Hjallanesi Fasteign.is
Konur 2:
1. Guðrún Hauksdóttir og Húmor frá Hvanneyri Vagnar og þjónusta
2. Birna Sif Sigurðardóttir og Blíða frá Keldulandi Penninn
3. Anna Guðmundsdóttir og Derringur frá Velli ÁF hús
4. Guðlaug Stephensen og Völusteinn frá Skúfslæk Drösull ehf
5. Matthildur Kristjánsdóttir og Hrói frá Skeiðháholti Rétt hjá Jóa ehf
Karlar 2:
1. Gunnar Jónsson og Fáfnir frá Skarði Kökuhornið/Lindabakarí ehf
2. Snorri Garðarsson og Blakkur frá Lyngholti Húsamálun ehf
3. Guðmundur Hreiðarsson og Hrafn frá Kvistum Frumherji hf
4. Björn Magnússon og Mökkur frá Efra-Langholti Inter ehf
5. Hermann Vilmundarson og Sprelli frá Ysta-Mó Arnarklif ehf
Heldri menn og konur (+50 ára):
1. Guðjón Tómasson og Glaðvör frá Hamrahóli Health co.
2. Sigurður Guðmundsson og Flygill frá Bjarnarnesi Viðskiptahúsið
3. Sigfús Gunnarsson og Ösp frá Húnsstöðum Bílaglerið ehf
4. Nanna Sif Gísladóttir og Þula frá Keldudal Vatnsvit ehf
5. Níels Ólason og Greifi frá Naustum Stjörnublikk
Konur 1:
1. Birgitta Dröfn Kristinsdóttir og Myrra frá Laugabökkum Réttur ehf
2. Elín Guðmundsdóttir og Faxi frá Hólkoti Rafgeisli ehf
3. Halla María Þórðardóttir og Henrý frá Kjalarlandi Bílamálun Halldórs
4. Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir og Arða frá Hjaltastöðum Orka ehf
5. Linda Björk Gunnlaugsdóttir og Snædís frá Blönduósi Tannbjörg ehf
Karlar 1:
1. Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sigríður frá Feti ALP/GÁK ehf
2. Jóhann Ólafsson og Djörfung frá Reykjavík Stafgólf ehf
3. Ingi Guðmundsson og Elliði frá Hrísdal Hagabúið
4. Hannes Hjartarson og Sóldögg frá Haga Freyðing ehf
5. Símon Orri Sævarsson og Klara frá Ketilstöðum Friðgeir Snæbjörnsson
Opinn flokkur:
1. Ingimar Jónsson og Birkir frá Fjalli R.S. hestar
2. Jón Ó. Guðmundsson og Ás frá Hofsstöðum Vogue ehf
3. Sigurður Helgi Ólafsson og Drymbill frá Brautarholti Einar Ólafsson læknastofa
4. Helena Ríkey Leifsdóttir og Jökull frá Hólkoti OK gröfur ehf
5. Guðrún Margrét Valsteinsdóttir og Léttir frá Lindarbæ Frostmark ehf
Glæsilegasta par mótsins var svo samsett af höfðingjunum Svani Halldórssyni 81 árs og Gúnda frá Kópavogi 24 vetra sem mættu til leiks í sínu fínasta pússi og fóru fallega í flokki heldri reiðmanna.