Mótanefnd Spretts hefur ákveðið að framlengja skráninguna á Coka-Cola Þrígangsmót Spretts til miðnættis miðvikudaginn 20. apríl. Skráning fer fram á www.sportfengur.com og er skráningagjald 3.500 kr.
Hestamannafélagið Sprettur heldur opið þrígangsmót í Samskipahöllinni laugardaginn 23.apríl. Aðalstyrktaraðili mótsins er Coka-Cola, Vífilfell.
Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir þáttakendur en Snæland, Hárgreiðslustofan Manhattan og Coca Cola gefa vinninga. Einnig eru í verðlaun folatollar undir Hróa frá Skeiðháholti og Henrý frá Kjalarlandi. Glæsilegasta par mótsins verður valið úr hópi keppenda og hlýtur málverk eftir listakonuna Jósefínu Morell á Giljum í Hálsasveit. Málverkið er af ljósmynd eftir hana Gunnhildi Birnu Björnsdóttur, sem býr í Bæjarsveit og er mikil hestakona og ljósmyndari. Happadrætti verður á staðnum en áhorfendur og knapar geta unnuð verðlaun.
Það er því nokkuð ljóst að næg verðlaun verða í boði fyrir bæði knapa og áhorfendur.
Boðið verður upp á keppni í tveim greinum í eftirfarandi flokkum:
4 gangs grein:Sýna á fegurðar tölt, brokk og stökk
• 17 ára og yngri
• Minna vanir
• Meira vanir
• Opinn flokkur
5 gangs grein:Sýna á fegurðar tölt, brokk og skeið
• 17 ára og yngri
• Meira vanir
• Opinn flokkur
Dagskrá verður auglýst síðar. Hlökkum til að sjá ykkur.