Námskeiðahald
Ungir Sprettarar, nýtt námskeið
Nýtt námskeið fyrir unga Sprettara hefst í næstu viku og líkur í byrjun júní.
Námskeiðið verður tvískipt annars vegar fyrir börn, unglinga og ungmenni sem vilja fá kennslu við þjálfun hesta sinna og hinsvegar fyrir börn, unglinga og ungmenni sem stefna á keppni í vor, bæði íþróttakeppni og gæðingakeppni og þar með úrtöku fyrir Landsmót.
Kennt verður á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.
Vonandi finna allir tíma sem henta þeim.
Kennarar verða Ragga Sam og Rúna Einars.
Á námskeiðinu verða ýmsir fyrirlestrar þar sem við fáum góða gesti til okkar t.d. um þjálfun keppnishesta, um mataræði og þjálfun knapa, íþrótta og gæðingadómarar koma og fara yfir reglur.
Gert er ráð fyrir æfingabúðum eina helgi á námskeiðinu.
Kennararnir munu fylgja keppendum eftir á keppnisdögum, td á Íþróttamóti Spretts og að sjálfsögðu á Gæðingakeppni Spretts sem er úrtaka fyrir Landsmót.
Hvetjum alla unga Sprettara til að nýta sér þetta frábæra námskeið.
Skráning mun fara fram í gegnum Sportfeng.
Fræðslunefnd Spretts.