Námskeiðahald
Ungir Sprettarar og Undirbúningur fyrir keppni
Vegna tækniörðuleika hafa skráningar á námskeið tafist en nú er þetta loks að komast í lag.
Við verðum því að biðja Sprettara að bregðast fljótt við skráningu sem nú er opin.
Ungir Sprettarar. Er námskeið fyrir ungliga og ungmenni 13-21 árs.
Kennt verður á þriðjudögum og miðvikudögum kl 17-18
Kennsla hefst nk þriðjudag og miðvikudag (19. og 20.jan)
Undirbúiningur fyrir keppni er námskeið fyrir þau börn, unglinga og ungmenni (10-21.árs) sem stefna á keppni í vor, kennt verður á þriðjudögum og miðvikudögum kl 18-19.
Kennsla hefst nk þriðjudag og miðvikudag (19. og 20.jan)
Kennt verður einu sinni í viku, 8 skipti í Samskipahöllinni.
Kennari verður Ragga Sam.Kópavogsbúar geta skráð sig í gegnum Íbúbúagátt Kópavogs vilji þeir nýta Frístundastyrki sína. http://www.kopavogur.is/thjonusta/tomstundir/fristundastyrkir/
Annars er skráð í gegnum Sportfeng.Við skráningu í gegnum Sportfeng er sá dagur valinn sem hentar hverjum og einum.Verð fyrir hvern þátttakenda er 12000kr.
Fræðslunefnd