Opið er fyrir fyrir skráningar á námskeið hjá Spretti eru í fullum gangi og ættu flestir Sprettarar að finna eitthvað við sitt hæfi.
Töltnámskeið/keppnisnámskeið fyrir konur.
Kennari verður Ragga Sam og kennt verður á þriðjudögum og miðvikudögum.
Fyrsti tími verður 12. og 13.jan enn eru nokkur pláss laus.
4 saman í hóp. Sex skipti
Verð fyrir hvern þátttakenda er 17000.kr
Kennt verður í Samskipahöllinni
30.min einkatímar hjá Súsönnu Sand.
Kennt verður á þriðjudögum hefst kennsla 19.jan.
Sex skipti.
Verð fyrir hvern þátttakenda er 33000.kr
Kennt verður í Samskipahöllinni
Námskeið hjá Sigrúnu Sig.
Námskeið þetta er ætlað þeim sem þurfa aðstoð við að byggja upp þor og kjark eða eru að byrja aftur í hestamennskunni eftir hlé.Kennt verður á mánudögum, 4 saman í hóp.
Sex skipti
Námskeiðið hefst 18.jan
Verð fyrir hvern þátttakenda er 17000kr
Kennt verður í Samskipahöllinni.
Námskeið hjá Daníel Jóns.
Daníel Jónsson þarf vart að kynna fyrir hestafólki og mun hann eflaust geta leiðbeint fólki vel með sína hesta. Kennt verður á þriðjudögum, 4 saman í hóp.
Námskeiðið hefst 19.jan.
Verð fyrir hvern þátttakenda er 17000.kr
Sex skipti
Kennt verður í Hattarvallahöllinni.
Treck námskeið hjá Súsönnu Sand.
Trec er frábær leið til að auka áræðni, kjark, þolinmæði og lipurð í bæði hesti og knapa. Þú kynnist og upplifir hestinn á annan og spennandi hátt.
Trec er eykur fjölbreytni í þjálfun og er einnig skemmtileg keppnisgrein. Þrautirnar eru margar og fjölbreyttar, dæmd er reiðmennska, samspil, þjálni og flæði milli Þrauta, ekki tímataka.
Skemmtileg tilbreyting fyrir alla hesta og knapa.
Kennt verður á miðvikdögum í Hattarvallahöllinni.
Fimm saman í hóp, sex skipti.
Fyrsti tíminn verður 13.jan.
Verð fyrir hvern þátttakenda er 17000.kr
Allar skráningar fara fram í gegnum Sportfeng.
Fræðslunefnd Spretts.