Námskeiðahald
Hestamennska II og IV
Hestamennska II :Sjálfstætt framhald af hinu vinsæla hestamennsku námskeiði fyrir börn og unglinga 6-13 ára fyrr í vetur.
Nú er gerð krafa um að börnin mæti með sinn eigin hest og séu fær um að ríða og stjórna sínum hesti sjálf. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti.
Kennsla hefst 18.janúar 2016.
Í boði eru tímar á mánudögum og miðvikudögum.
Reiðkennarar munu skipta hópnum upp eftir aldri og getu hvers og eins.
Tveir þaulreyndir reiðkennarar verða við kennslu í hverjum tíma.
Mjög fjölbreytt námskeið þar sem farið verður m.a. yfir ásetu, ábendingar, fimiæfingar, munsturreið o.m.fl. Reiðkennarar eru Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Anna Gylfadóttir.
Verð 25000pr þátttakendaHestamennska IV:Námskeið fyrir börn og unglinga sem eru orðin vel hestfær á aldrinum 8-13 ára.
Námskeiðið er sjálfstætt framhalda af Hestamennsku III, sem kennt var haustið 2015.
Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti.
Kennsla hefst 18.janúar 2016.
Í boði eru tímar á mánudögum og miðvikudögum.
Tveir þaulreyndir reiðkennarar verða við kennslu í hverjum tíma.
Mjög fjölbreytt námskeið þar sem gerðar eru þónokkrar kröfur til nemenda.
Farið verður m.a. yfir ásetu, ábendingar, fimiæfingar, hindrunarstökk, munsturreið o.m.fl.
Reiðkennarar eru Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Anna Gylfadóttir.
Verð 25000pr þátttakenda