Námskeiðahald
Skráningarfrestur á námskeið hjá Antoni Páli að renna út.
Fyrsta helgarnámskeið vetrarins hjá Spretti.
ATH Skráningarfrestur til og með 10.des.
Námskeiðið er öllum opið.
Helgina 19. og 20.desember mun Sprettur halda helgarnámskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni.Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari B frá Háskólanum á Hólum.Hann hefur kennt við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross frá Syðra-Holti í Svarfaðardal.Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska.Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni.Hann er án efa einn af allra bestu reiðkennurum landsins.Námskeiðið verður haldið laugardaginn 19.des og sunnudaginn 20.des. í Samskipahöllinni í Spretti.Kennslan fer fram í einkatímum, 45mín., báða dagana, á milli kl.9 og 17.Auk þess er mælst til þess að nemendur fylgist með kennslu hjá samnemendum sínum.Einungis eru í boði 8 pláss.Verð kr.32000.kr pr þátttakenda. Skráning fer fram í gegnum http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add)Hægt verður að kaupa sig inn á áhorfendapalla og fylgjast með kennslunni, 2500kr pr dag. (hámark 20 manns)Fræðslunnefnd Spretts