Námskeiðahald
Töltgrúbba Sprettskvenna fer af stað.
Töltgrúbban er skemmtilegur hópur Sprettskvenna sem byrjuðu að koma saman í maí 2015 undir dyggri stjórn Ragnheiðar Samúelsdóttur að æfa ýmiskonar munsturreið, rúmlega 30 konur komu saman og leiddu saman hesta sína.
Námskeið sem ekki hafði verið boðið uppá áður.
Orkan og fjörið í hópnum er ólýsanlegt, eftir hvern tíma komu allar út með bros á vör.Hópurinn er fjölbreyttur og eru að sjálfsögðu allar Sprettskonur velkomnar, við tökum vel á móti öllum.Næstkomandi miðvikudag, 2.des kl 19 í hólfi 3 ætlum við að hittast, við mætum hestlausar og byrjum að spá í verkefni vetrarins og sjá hvað Ragga ætlar að gera með okkur í vetur.
Hvetjum allar konur til að vera með.
Töltgrúbban ......Taktu og tónlist ..... Skemmtileg samvera .....