Námskeiðahald
Sýnikennsla hjá Ólafi Andra Guðmundssyni í Samskipahöllinni
Ólafur Andri Guðmundsson sem er hestamönnum vel kunnugur mun vera með sýnikennslu fyrir hestamenn í Samskipahöllinni Fimmtudagskvöldið 3.des kl 19.Aðgangseyrir 1500kr.Einnig verður tekið við frjálsum framlögum.Frítt inn fyrir 16 ára og yngri.Allir velkomnir.Ágóði af sýningunni mun renna til Ljósins.Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.
http://ljosid.org/component/option,com_frontpage/Itemid,1/
Fræðslunefnd Spretts