Þann 14.okt nk. munum við hefja námskeiðið Hestamennsku III. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum í Samskipahöllinni. Líkleg tímasetning er kl.17 eða 18 (fer eftir fjölda).
Námskeiðið er sjálfstætt framhald af Hestamennsku I og II, sem haldin voru haustið 2014 og veturinn 2015.
Námskeiðið er opið fyrir öll börn og unglinga sem eru vel reiðfær.
Við munum m.a. fara á hestasýningu, fara í heimsóknir, fjalla um fóðrun og hirðingu auk verklegrar reiðkennslu.
Til að byrja með verður kennt 1x í viku, án hests, en verður svo fljótlega aukið til 2x í viku þegar verkleg kennsla hefst. Lögð verður sérstök áhersla á munsturreið og sýningarþjálfun sem endar svo á foreldrasýningu nemenda í Samskipahöllinni.
Nemendur þurfa að mæta með sinn hest frá og með 9.nóvember.
Hægt er að hafa samband við reiðkennara ef óskað er eftir því að fá hest að láni.
Við mælum með því að foreldrar sameinist um hesthús svo utanumhald og hirðingar verði léttari. Það er líka mun skemmtilegra fyrir krakkana að vera nokkur saman í hesthúsi.
Hægt er að hafa samband við reiðkennara sem getur aðstoðað með hesthúsapláss.
Drög að dagskrá:
14.okt miðvikud – án hests
21.okt miðvikud – án hests
28.okt miðvikud – án hests
2.nóv mánud – án hests
9. og 11.nóv – verkleg kennsla
16. og 18.nóv – verkleg kennsla
23. og 25.nóv – verkleg kennsla
30.nóv og 2.des – verkleg kennsla
7. og 9.des – verkleg kennsla
Samtals eru þetta 14 kennslustundir.
Skráning fer fram á www.sportfengur.com
Verð er kr. 32.000
Allar nánari upplýsingar má finna hjá Sigrúnu s:896-1818 eða hjá Þórdísi s:868-7432