Námskeiðahald
Skemmtileg höfuðleðragerð
Hestamennska I og Æskulýðsnefnd Spretts stóðu fyrir höfuðleðragerð síðastliðinn mánudag, 28.sept., í Samskipahöllinni.
Þar spreyttu börnin sig á því að setja saman höfuðleður frá grunni með dyggri aðstoð foreldra sinna eða aðstoðarmanna.
Þetta var einstaklega skemmtileg kvöldstund þar sem hátt í 20 börn og 20 foreldrar/aðstoðarmenn hnoðuðu, klipptu og röðuð saman sínu eigin höfuðleðri ásamt því að skreyta það.
Útkoman var vægast sagt glæsileg!
Kunnum við Jóni söðlasmiði bestu þakkir fyrir aðstoðina.
Æskulýðsnefnd Spretts og kennarar Hestamennsku I