Námskeiðahald
Sætisæfinganámskeið
Boðið verður uppá einkatíma í sætisæfingum/jafnvægisæfingum í hringteymingu undir leiðsögn kennara.Knapi þarf EKKI að mæta með hest né hnakk (en má ef hann vill).
Knapinn þarf þó að mæta með sinn eigin hjálm.Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og fer kennslan algjörlega eftir getu hvers og eins.Námskeiðið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka Knapamerki 1 og/eða 2.
Einnig þeim sem vilja bæta jafnvægi sitt og ásetu, auka sjálfstraust sitt, auka öryggi sitt á hestbaki, bæta samskipti á milli manns og hests og fyrir þá sem vilja koma sér af stað á ný fyrir veturinn!Námskeiðið er 4 skipti - 30mín einkatími í senn. Eingöngu 6 pláss í boði.
Lágmarksþátttaka eru 4 nemendur.Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl.17-20.
Kennt verður 13.okt., 15.okt., 20.okt. og 22.okt.
Kennt verður í Hattarvallahöllinni (gömlu Andvarahöllinni).
Kennari er Þórdís Anna Gylfadóttir reiðkennari.
Skráning mun fara fram í gegnum
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=addVerð 22.000
Skráningarfresti lýkur 7.okt.