Námskeiðahald
Kennsla í Knapamerkjum haustið 2015
Kennsla í Knapamerkjum haustið 2015.
Sprettur vill vekja athygli félagsmanna á kennslu í Knapamerkjum. Knapamerkin eru stigskipt nám í hestamennsku sem stuðla að aukinni fræðslu og bættri þjálfun og menntun í hestamennsku. Knapamerkin eru 5 talsins. Með því að stunda nám í Knapamerkjunum er lagður grunnur að árangri og öryggi í hestamennskunni hvort sem hún verður stunduð til frístunda eða sem keppnisíþrótt í framtíðinni.
Vakin er athygli á því að í fjölmörgum grunn- og framhaldsskólum er boðið uppá nám í hestamennsku sem valkost í skólakerfinu og geta nemendur fengið nám sitt í Knapamerkjum metið til eininga í grunn-eða framhaldsskóla.
Knapamerkin stuðla einnig að því að hinn almenni hestamaður geti með skipulögðum hætti aukið við þekkingu sína með því að sækja námskeið sem eru byggð upp stig af stigi hvað varðar færni og getu.
Kennsla í knapamerkjunum skiptist í bóklega kennslu og verklega kennslu.
Bókleg kennsla, á öllum stigum, verður kennd haustið 2015.
Kennsla hefst í byrjun nóvember.
Sjá nánari dags-og tímasetningar hér fyrir neðan.
Einnig verður boðið uppá verklega kennslu í Knapamerki 1 í nóvember og desemeber.
Sjá nánari dags-og tímasetningar hér fyrir neðan.
Knapamerki 1 – bóklegir tímar, 4 skipti, 2x40mín, kl.18:30-19:30Þriðjudagarnir 3.nóv., 10.nóv., 17.nóv. og 24.nóv.
Knapamerki 2 – bóklegir tímar, 4 skipti, 2x40mín, kl.16:30-18:00Þriðjudagarnir 3.nóv., 10.nóv., 17.nóv. og 24.nóv.
Knapamerki 3 – bóklegir tímar, 5 skipti, 2x40mín, kl.17:00-18:304.nóv.(miðvikud), 12.nóv.(fimmtud), 19.nóv.(fimmtud), 26.nóv.(fimmtud) og 1.des.(þriðjud).
Knapamerki 4 – bóklegir tímar, 5 skipti, 2x40mín, kl.18:30-20:004.nóv.(miðvikud), 12.nóv.(fimmtud), 19.nóv.(fimmtud), 26.nóv.(fimmtud) og 1.des.(þriðjud).
Ef áhugi er fyrir bóklegri kennslu í Knapamerki 5, vinsamlegast hafið samband við Þórdísi á tölvupósti; This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Bóklegir tímar verða kenndir á 2.hæð – fundarherbergin, í Sprettshöllinni.Knapamerki 1 verklegtAð lokinni kennslu á 1. stigi Knapamerkjanna á knapinn að hafa vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum.
Bóklegt; Skilji grunnþætti í atferli, eðli og hegðun hesta. Þekkja líkamsbyggingu og heiti á líkama hestsins. Kunna skil á helstu öryggisatriðum er lúta að hestahaldi og búnaði fyrir hest og knapa. Þekkja gangtegundir íslenska hestsins. Þekkja helstu reiðtygi, notkun þeirra og umhirðu. Þekki helstu ásetur og rétt taumhald.
Verklegt; Að undirbúa hest rétt fyrir reið. Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti. Geti farið á og af baki beggja megin. Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi. Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki. Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara. Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu). Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum.Allar nánari upplýsingar um Knapamerkin má finna á heimasíðunni www.knapamerki.isHægt verður að fá leigðan hest og búnað ef óskað er eftir (nemendur þurfa þó að mæta með sinn eigin reiðhjálm). Annars þurfa nemendur að mæta með sinn eigin hest og búnað.
Kennt verður á þriðjudagskvöldum, auk þess sem tvisvar verður kennt á miðvikudagskvöldum, kl.20:00-21:00.
Kennt verður eftirtalda daga; 3.nóv.(þriðjud), 10.nóv.(þriðjud), 17.nóv.(þriðjud), 24.nóv.(þriðjud), 25.nóv.(miðvikud), 1.des.(þriðjud), 2.des.(miðvikud) og 8.des.(þriðjud).
Kennt verður í Hattarvallahöllinni (gömlu Andvarahöllinni).
Skráning mun fara fram í gegnum www.sportfengur.com
Kennari er Þórdís Anna Gylfadóttir reiðkennari.Knapamerki 2 verklegt – framhald af knapamerki 1
Ef áhugi er fyrir hendi og skráning er nægjanleg, verður boðið upp á áframhaldandi námskeið í knapamerki 2.
Hér setja Knapamerkin hinsvegar aldurstakmark, 14 ára aldur, ef bæði knapamerki 1 & 2 eru tekin saman.Að lokinni kennslu á 2.stigi Knapamerkjanna á knapinn að hafa vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum.
Bóklegt; Sögu íslenska hestsins. Réttu viðhorfi til hestsins með tilliti til skaps hans og skynjunar. Þekkja helstu ábendingar og notkun þeirra. Vita hvernig á að ríða hestinum áfram og stoppa hann. Þekkja reiðvöllinn og notkun hans. Kunna skil á réttu taumhaldi og taumsambandi. Þekkja grunnatriði sem gilda þegar unnið er við hönd. Þekkja æfinguna "að kyssa ístöð". Þekkja einfaldar gangskiptingar. Þekkja reglur sem gilda um útreiðar á víðavangi.
Verklegt; Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða. Riðið einfaldar gangskiptingar. Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli. Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu. Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald. Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað. Geta riðið á slökum taum. Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans. Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis.
Allar nánari upplýsingar um Knapamerkin má finna á heimasíðunni www.knapamerki.is
Ef áhugi er fyrir hendi vinsamlegast hafið samband við Þórdísi á tölvupósti; This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..Hægt verður að fá leigðan hest og búnað ef óskað er eftir (nemendur þurfa þó að mæta með sinn eigin reiðhjálm).
Annars þurfa nemendur að mæta með sinn eigin hest og búnað.
Kennt verður í Hattarvallahöllinni (gömlu Andvarahöllinni).
Skráning mun fara fram í gegnum www.sportfengur.com
Kennari er Þórdís Anna Gylfadóttir reiðkennari.