Námskeiðahald
Hestamennska I og III
Námskeiðið "Hestamennska I" hefst mánudaginn 14.sept.
Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 6-12 ára, skipt verður í hópa eftir aldri. Farið verður yfir grunnatriði í hestamennsku. Kenndir verða bæði bóklegir og verklegir tímar. Nemendur fá námskeiðshefti með ýmsum fróðleik, farið verður á hestasýningu, höfuðleðursgerð, jafnvægisæfingar, sætisæfingar, reiðtími o.m.fl. Í verklegum tímum verða hestar og búnaður útvegaður.Kennt verður í Sprettshöllinni á mánudögum, 50mín hvert skipti, 8 skipti.
Hefst mánudaginn 14.sept og lýkur mánudaginn 2.nóv.
Reiðkennarar eru Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Anna Gylfadóttir.Opið er fyrir skráningar, skráningarfrestur rennur út 9.sept.Verð 25.000kr.
Veittur er systkinaafsláttur (24.000kr.)Nánari upplýsingar s:896-1818 (Sigrún) og í s: 868-7432 (Þórdís).
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Námskeiðið "Hestamennska III" hefst miðvikudaginn 12.okt.Námskeiðið er ætlað börnum og unglingum frá 8 ára til 14 ára sem eru vel hestfær, ríða út sjálf.
Námskeiðið er sjálfstætt framhald af Hestamennsku I og II sem kennd voru síðastliðið haust og vetur.
Í Hestamennsku III er gert ráð fyrir að nemendur mæti með sína eigin hesta frá 9.nóvember til 9.desember, 5 vikur samtals. Nánar verður fjallað um þetta fyrirkomulag í fyrsta tímanum.Kenndir verða bæði bóklegir (4x) og verklegir (10x) tímar.
Bóklegir tímar verða kenndir á miðvikudögum kl.17 (12.okt, 19.okt, 26.okt og 2.nóv.) Farið verður m.a. farið á hestasýning og í heimsókn til keppnisknapa...
Verklegir reiðtímar verða kenndir verða frá 9.nóvember til 9.desember 2x í viku á mánudögum og miðvikudögum kl.17.
Í reiðtímum verður fléttað saman sætisæfingum, fimiæfingum og grunnatriðum í munsturreið. Áætlað er að ljúka námskeiðinu miðvikudaginn 9.des með sýningu.
Reiðkennarar eru Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Anna Gylfadóttir.
Opið er fyrir skráningar, skráningarfrestur rennur út 1.okt.
Verð 32.000kr.
Veittur er systkinaafsláttur (30.000kr.)Nánari upplýsingar s:896-1818 (Sigrún) og í s: 868-7432 (Þórdís).
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add