Námskeiðahald
Nýtt námskeið hjá Súsönnu Sand Ólafsd.
Viltu bæta burð og léttleika í hestinum þínum?
Bæta ásetu, samspil, mýkt og þjálni?
Súsanna Sand Ólafsd reiðkennari hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri/portúgalskri reiðmennsku í Andalúsíu.
Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni, sem nýtist afar vel inn i okkar reiðmennsku.
Kennt verður á þriðjudögum í hólfi 2 í Sprettshöllinni.
Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 17.mars og líkur skráningu sunnudaginn 15.mars.
Hægt er að velja á milli 30.mín einkatíma eða 50.mín paratíma.
Kennt verður einu sinni í viku, sex skipti.
Verð 30.000 pr mann hvort sem fólk velur einkatíma eða paratíma.
Fræðslunefnd Spretts