Námskeiðahald
Trec námskeið hefst 27.mars nk
Frábært námskeið fyrir alla, kennt verður á föstudögum í Hattarvallahöllinni.
Kennarar Erla Guðný og Ragga Sam
Trec þrautabraut verður kennd á þessu námskeiði.
Fyrsti tíminn verður föstudaginn 27.mars.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og er síðasti skráningardagur 25.mars
Kennt verður á föstudögum frá kl 18:00 fer eftir fjölda þátttakenda hvort hóparnir verða einn eða fleiri
Lámarks aldur er 10 ára.
Verð 10.500 fyrri börn og unglinga, 15.000 fyrir fullorðna
Lámarks þáttaka eru 4. Til að námskeiðið verði haldið.
Hin framandi skammstöfun TREC er mörgum íslendingum ókunn en hún kemur frá Frakklandi og stendur fyrir Techniques de Randonnée Équestre de Compétition. Um er að ræða hestaíþróttagrein sem heyrir undir heimssambandið FITE (International Equestrian Tourism Federation) sem við Íslendingar urðum aðilar að á síðasta ári og er það stefna LH að efla þessa grein hér á landi. Keppnisgrein þessi hefur nefnilega notið mikilla vinsælda erlendis, sérstaklega meðal frístundareiðmanna, og er því kærkomin viðbót við þær keppnisgreinar sem hafa nú þegar fest sig í sessi hérlendis.Þetta er þrískipt keppnisgrein þar sem sami hesturinn er notaður í allar þrjár greinar og miðar að því að finna sterkasta parið út úr þessum þremur þáttum í lokin. Um er að ræða gangtegundakeppni þar sem riðið er hratt fet og hægt stökk, þrautabraut þar sem farið er í gegnum 16 mismunandi þrautir sem reyna virkilega á traust milli manns og hests og að lokum nokkurskonar víðavangs-ratleik þar sem farnir eru 12-45 km.Fjölbreyttar þrautir• 32 þrautir til, hægt að velja úr þeim til að setjasaman þrautabraut• Trec er fyrir alla• Allar hestgerðir• Mismunandi landslag og aðstæður bjóða uppá mismunandi Trec brautir.
Fræðslunefndin